Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1948, Side 43

Kirkjuritið - 01.04.1948, Side 43
EINING AÐ BAKI ÓLÍKUM SKOÐUNUM 137 ing má heldur aldrei verða flutt þannig, að hún slái fölva á sannan manndóm Jesú Krists og fullkomið bræðralag hans við mennina, því að ella getur hann ekki orðið þeim raunveruleg fyrirmynd, að þeir feti í fótspor hans. Fegurst er kenningin um meyjarfæðinguna flutt í 1. kap. Lúk., í sögunni um boðun Maríu, sem guðspjalla- maðurinn hefir að líkindum fengið frá konum á Gyð- ingalandi, og er miklu hærri og andlegri en fjöldinn hefir áttað sig á. Allar hugmyndir um kynferðilegt samband eru þar víðsfjarri. Jahve var hátt hafinn yfir allt líkamlegt, svo að engar hugsanir í þá átt gátu komizt að hjá Gyðing- um — eins og hjá Grikkjum og kristnum mönnum síðar, fyrir grísk áhrif. Þessu til skýringar þarf ekki annað en benda á það, að hebreska orðið yfir andi er kvenkynsorð. Andinn yfirskyggir Maríu, eins og dýrð Jahve musterið forðum eða samfundatjaldið — andinn, sem við sköpun heims sveif yfir vötnunum, er Guð sagði: Verði ljós, og það var ljós. En hvernig sem þessi fagra frásögn er skilin, getur hún aldrei komizt til jafns við, hvað þá hærra, en upphaf Jóhannesarguðspjalls um orðið, sem var í upphafi hjá Guði, og varð hold og bjó með oss fullt náðar og sann- leika. Og vér sáum dýrð hans, dýrð sem eingetins sonar frá föður. Það er óþarft fyrir þá, sem hafa séð þessa dýrð Guðs sonar að deila um það, hvernig hann varð holdi klæddur. AUt stríð og hatur, sem af því hefir leitt á liðnum öldum, stafar af hörmulegum vanþroska. Látum það ekki henda okkur. Báðir trúa á guðdóm Krists, íhaldssamir og frjáls- lyndir. Það á að vera nóg til sameiningar. V. Þá kem ég að þeim skoðanamun, sem viðkvæmastur er, og valdið hefir mestum ágreiningi — afstöðunni ólíku til friðþægingarlærdómsins. Mér virðist þeir, sem íhaldssamastir eru, túlka hann eitthvað á þessa leið:

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.