Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1948, Page 45

Kirkjuritið - 01.04.1948, Page 45
EINING AÐ BAKIÓLÍKUM SKOÐUNUM 139 heldur er hvorttveggja ein litbrigði kærleikans. Guð hefir elskað mennina að fyrra bragði og getur aldrei að eilífu hætt að elska þá. Hann hefir lagt þeim í brjóst neista af sínum eigin elskunnar loga, svo að hjarta þeirra er órótt og fær ekki frið, fyrr en það hvílist í honum. Já, svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf sinn son eingetinn, til þess að hver, sem á hann trúir, glatist ekki, heldur hafi eilíft líf. Allt líf Jesú Krists og dauði var kærleiksfórn, ekki til þess að blíðka reiðan Guð, svo að hann gæti fyrirgefið mönnunum, heldur var kærleiksfórn Krists jafnframt kær- leiksfórn Guðs föður. Eða er Kristur honum kærleiksríkari, sonurinn föðurnum meiri? Réttlæti Guðs og heilagleika væri ekki fullnægt að heldur, þótt hann léti dynja á syni sínum þá refsingu, sem mannkynið hafði unnið til. Dauði Krists hefir ekki breytt eðli Guðs né afstöðu til mannanna. Eins og Jesús Kristur er hinn sami í dag og í gær og um aldir, þannig er Guð hinn sami frá eilífð til eilífðar. Jesús dó ekki til þess að vekja kærleika Guðs og sátt við menn- ina, heldur sætti Guð í Kristi mennina við sig. 1 því er friðþægingin fólgin. Dauði frelsarans boðar þetta tvennt: Svona er, mann- kyn, synd þín stór. Þú neglir á kross dýrlegustu opinberun Guðs. En jafnframt boðar hann hærra og dýpra öllu öðru: Svona elskar Guð þig heitt: Guð fyrirgefur. Guð er faðir, kærleikur. Þetta er orðið — lífið sjálft, sem leiðir menn- ina til frelsis og fullkomnunar með sínu óumræðilega sterka aðdráttarafli. Þetta finna þeir bezt á Golgata, er trúin tekur drottins benjum á. Gegnum Jesú helgast hjarta líta þeir hjarta Guðs og himins víðar hallir, er rúma alla — alla. Er hugsanleg eining að baki þessum frábrugðnu skoð- unum? Kenningin um friðþægingu getur verið flutt eins og and- stæða við boðskapinn um að mennirnar eigi að þroskast og ná fullkomnun, eða með svo einstrengingslegum hætti,

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.