Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1948, Side 51

Kirkjuritið - 01.04.1948, Side 51
Skáldið og prestahöfðinginn Petter Dass. — Þriggja alda minning — Eftir prófessor dr. Richard Beck. Yfir fáskrúðugar og rislágar bókmenntir Norðmanna á éíðara helmingi 17. aldar gnæfir skáldskapur presta- höfðingjans Petter Dass líkt og fjall yfir flatneskju. Eigi að síður á hann fyrirrennur- um sínum í norskri ljóðagerð skuld að gjalda, því að frá honum má rekja þræðina til þeirra með ýmsum hætti, enda farast einum fremsta bókmenntafræðingi Norð- manna, dr Francis Bull pró- fessor, þannig orð um hann i hinni miklu bókmenntasögu sinni: „Petter Dass var bæði í trúarlegum skáldskap sínum harmljóðum og tækifæris- kvæðum, sem í hinni miklu landshlutalýsingu sinni, sá maðurinn, sem rís hæst allra norskra skálda á 17. öld, — hann er, meira að segja, hinn eini þeirra, sem ber með heiðri skáldsheitið; fyrirrennarar hans eiga sér að vísu nokkurt bókmenntasögulegt gildi, en verk hans og persónuleiki hafa lifað fram á þennan dag. Heillar aldar listræn viðleitni og trúarleg grandskoðun ná hjá honum hámarki sínu á norskym vettvangi,“ 10

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.