Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1948, Page 59

Kirkjuritið - 01.04.1948, Page 59
PETTER DASS 153 lólkið í huga, sem vekjari og fræðari, enda fann boðskapui hans djúpt og varanlegt bergmál í hugum fólksins. Andrik- ir sálmar hans, svipmerktir hispursleysi hans og heií- skyggni á mannlífið, stimgu mjög í stúf við hinn almenna harmagrát í andlegum kveðskap samtíðarinnar. Og enn geta hjörtu manna orðið snortin við lestur og söng hinna ágætustu sálma hans, og á það við um þann lofsöng hans um kirkjuna, í íslenzku þýðingunni, sem að framan er vikið að, og alkunnur er. Sjá má ótvíræð áhrif frá skáldskap Petters Dass í norskri ljóðagerð, og margir urðu beinlínis til þess að stæla hann; einkum varð langlífur í Hálogalandi þjóðlegur kveðskapur í hans anda, bæði um málfar og ljóðbúning. En það er til marks um lýðhylli hans, að fjöldi þjóðsagna myndaðist um hann, er einkum segja frá því, hvernig hann lék á kölska með ýmsu móti, og hefir þvi í meðvitund almennings verið talinn „vita jafnlangt nefi sinu“, og urðu þær sagnir líf- seigar mjög. Annars bera þjóðsagnir þessar því órækan vott, hversu djúp áhrif stórbrotinn persónuleiki Petters Dass hefir haft á samtíðarmenn hans, og þá sérstaklega Háleygi, sem enn varðveita nafn hans í þakklátri minn- ingu. Hitt skiptir þó enn meira máli á þriggja alda afmæli Petters Dass, að trúarljóð hans hafa verið mikið afl í and- legum og siðferðilegum þroskaferli norsku þjóðarinnar á liðinni tíð, enda þótt skáldið fremur en prestahöfðinginn og kennimaðurinn hafi á síðari árum hlotið vaxandi virð- ingu og hylli. (Auk skáldrita Petters Dass, hefir í grein þessari verið stuðzt við ýmsar norskar bókmenntasögur og önnur rit menningarsögulegs efnis)

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.