Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1948, Side 60

Kirkjuritið - 01.04.1948, Side 60
Friðardagssálmur. (Lag: Einn herra eg bezt ætti). Nú fram me3 fögnuð stærstan; — nú fjarar myrkrið senn. Nú fram með fána glæstan. Nú finna allir menn, hve létt það er að lifa, — hve löndin eru fríð, hve vel má vinna og skrifa og vekja nýja tíð. Vér, menn á öllum aldri, sem eigum heiminn nú, vér heilsum Hvíta-Baldri í hárri von og trú á sigurmátt og sóma hins sverðum þreytta kyns, og löndin fái að Ijóma í Ijósi himinsins. Vor Guð á miskunn mesta, vér minnumst þess í dag, hve oft hið allra bezta hann okkur gjörði í hag. Vor Guð í bljúgum blænum, þér berst frá þjáðra önd: Leyf blíða friðarblænum að berast yfir lönd! Vor þjóð á land, sem Ijómar í lýðsins glöðu sál. Vor þjóð á hátt, sem hljómar, og himinstrengjamál. Vor þjóð á þrek, sem telur

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.