Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1948, Side 65

Kirkjuritið - 01.04.1948, Side 65
MINNING GANDHIS 159 ugu bréfasambandi við Gandhi, uppörfaði hann og hvatti á alla lund. Og nú lá leiðin aftur heim til Indlands, þar sem höfuð- starfið var unnið. Vissulega er bað eitt furðulegasta fyrir- brigði mannkynssögunnar, hvílíkum tökum Gandhi náði á þjóð sinni. Hann var Brahmatrúarmaður, en hann var Kristsdýrkandi ekki að síður, og dæmi þess eru mörg. Ein- hverju sinni, meðan baráttan stóð, flykktist að honum mik- iH mannfjöldi og bað hann að flytja sér ræðu. En Gandhi las þeim upphafsorð Fjallræðunnar, lofsönginn um auð- mýktina, friðarviljann, hógværðina, miskunnsemina og hreinleikann, og sagði því næst við mannfjöldann mikla, að hann hefði ekkert annað að segja þeim en þetta. öðru sinni, þegar ofsóknimar frá Bretum risu hæst gegn áhang- endum hans og á annað þúsund manna fór í fangelsi, tóku fangamir, Brahmatrúarmennimir, því nær undantekning- arlaust Nýja testamentið með sér í fangaklefana. Indverjarnir vildu ekki kristindóm Vesturlanda, sem trúboðarnir fluttu þeim, en þeir vildu sjálfan Krist, eins °g meistari þeirra hafði lært að þekkja hann í guðspjöll- unum, óhjúpaðan af guðfræði Vesturlanda, og þannig hefir Gandhi orðið áhrifameiri kristniboði meðal Indverja en allir trúboðarnir, sem frá Vesturlöndum hafa verið sendir austur þangað. Kristin kirkja má ekki gleyma nafni hans, og hér hefir hún lexíu að læra, ef kristniboðsstarfinu í Indlandi á að verða nokkuð ágengt í framtíðinni. Barátta Gandhi í Indlandi varð löng. En getum vér gert oss ljóst, hve stórkostlegt það er að geta unnið milljónim- ar, kúgaðar og ánauðugar að ýmsu, til þess að hafna ofbeld- inu en velja veg þjáninganna? Getum vér gert oss ljóst, hve stórkostlegt það er, að geta fengið milljónirnar til þess að berjast sjálfstæðisbaráttu sinni þann veg, að knýja fram réttarbæturnar með óvirkri andstöðu við ranglæt- ið, vinna sigur á hrokanum með auðmýktinni? Lengi var baráttan háð við hina brezku drottnara og við hin nei-

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.