Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1948, Síða 70

Kirkjuritið - 01.04.1948, Síða 70
164 KIRKJURITIÐ að kærleiksþelið — eða móttækileikinn fyrir það — var oft meira hjá þeim, sem höfðu hrasað og iðrazt, en hjá hinum, sem höfðu þrætt nákvæmlega götu lögmálsfyrir- mælanna. Hann fann, að hinir fyrrnefndu áttu oftast næmari skilning á baráttu meðbræðranna við synd og freistingar heldur en hinir síðarnefndu — sem hætti iðu- lega við að fyllast dómgirni og siðferðishroka gagnvart þeim, sem höfðu brotið gegn einhverjum af hinum almennu siðaboðum. Hin háleita og djúpviturlega skoðun Jesú á þessum efn- um kemur einkar greinilega fram í dæmisögu hans um hina tvo skuldara, sem Lúkas hermir hér frá. — Annar skuldaði fimm hundruð denara, en hinn fimmtíu. Nú er þeir áttu ekkert til að borga með, gaf lánardrottinn þeirra þeim báðum upp. — ,,Nú er þeir áttu ekkert til að borga með.“ — Hér sjáum vér, hvernig Jesús hefir litið á hina andlægu hlið syndarinnar. — Enginn hefir raunverulega neitt til að borga með. Hvort sem hann skuldar mikið eða lítið, er þvi aukaatriði séð frá þeirri hlið. — Hversu heilagur sannleikur er ekki fólginn í þessu? Þegar vér virðum gaumgæfilega fyrir oss lögmál orsaka og afleið- inga, verður oss þá ekki Ijóst, að ein smásynd, sem er drýgð — ekki af illvilja eða yfirlögðu ráði, heldur í hugs- unarleysi — getur stundum leitt af sér svo mikla erfiðleika og þrautir fyrir aðra, að sá, sem drýgði hana, ætti þess engan kost, þótt hann væri allur af vilja gerður, að bæta úr því tjóni. Hinsvegar þekkjum vér mörg dæmi þess, að stór afbrot leiða til lítilla afleiðinga fyrir þá, sem þau eru framin gegn. Það er fjarri því, að misverknaður og afleiðing samsvari ávallt hvort öðru. — Því hefir hinn heilagi höfundur trúar vorrar veitt nákvæma eftirtekt. Niðurstaða hans varð sú, að syndarinn gæti ekki verið látinn gjalda þess eða njóta, hvort afbrot hans hefðu í för með sér þungar eða léttar afleiðingar fyrir aðra. Hitt væri höfuðatriðið, af hvaða toga synd hans væri spunnin, og hverskonar áhrif hún hefði á sjálfs hans sál. — Ef
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.