Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1948, Side 71

Kirkjuritið - 01.04.1948, Side 71
ÉG HEFI NOKKUÐ AÐ SEGJA ÞÉR 165 hún leiddi til skeytingarleysis og forherðingar, vann hún honum mikið sálartjón, og hratt honum lengra út á veg skugganna og vanþroskans. En ef hún hinsvegar leiddi til iðrunar og auðmýktar, skilnings á baráttu annarra manna og samúðar með þeim, gat syndin orðið ein af leiðum lífs- ins til að þroska hugarfar mannsins og færa hann nær Guði. — Inngangan í guðsríki var að dómi Jesú ekki imdir því komin, hvort maðurinn hafði drýgt mikið eða lítið af syndum — stórum eða smáum — heldur eingöngu undir hinu, hvort hann hafði í gegnum lífsreynsl sína öðlazt kærleikshugarfarið. Það eitt gat veitt honum þegnrétt í ríki kærleikans. Þegar vér lítum á samanburð Jesú á Símoni Farísea og bersyndugu konunni í ljósi þessarar lífsskoðunar, eigum vér auðvelt með að skilja dóm hans. — Símon Farísei hafði lifað vammlausu lífi í öllu þvi, sem auga varð á fest. En líf hans hafði ekki fært honum neinn andlegan ávinn- ing. Meðvitund hans um ytra flekkleysi hafði skapað hjá honum sjálfsþótta og dómgirni og þannig kælt huga hans. Þessu var hinn veg farið með bersyndugu konuna. Synd hennar og sektarmeðvitund hafði skapað hjá henni auð- mjúkt hugarfar og skilning og samúð með baráttu annarra manna. — Dyggð hans hafði tekið frá honum — synd hennar hafði gefið henni. Það má vera, kæri lesandi, að þú sért nú tekinn að ieggja fyrir þig þá spurningu, hvort ég sé að hefja hér áróður fyrir syndina. — Það er fjarri því að svo sé. Þó að ég hafi hér bent á og undirstrikað þá boðun meist- ara vors, að syndin verði sumum mönnum vegurinn til Guðs, tel ég enga hættu á, að sú boðun leiði neinn til hrösunar. — Vegur syndarinnar er þyrnum stráður vegur. Enginn getur að þeim vegi nálgast Guð, fyrr en eftir miklar þjáningar. Það sé því fjær mér að prédika gegn hreinlífi og sjálfs- afneitun. Vegur almennra siðareglna er án vafa eðlileg- asta og æskilegasta leiðin til að ná takmarki lífs vors —

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.