Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1948, Page 74

Kirkjuritið - 01.04.1948, Page 74
168 KIRKJURITIÐ vegum hins andlega vaxtar? Hefir hún lært að unna fegurð og samræmi? Hefir hún lært að elska sannleik og réttlæti? — Og um fram allt — er góðvild og samúðarhugur til alls, sem lifir, orðin ein af höfuðeigindum hennar? — Sé svo, þá er hún, hvernig barátta, sem kann að vera að baki, búin að vinna sér þegnrétt í ljóssins, fegurðarinnar og kærleikans ríki. —--------„Símon! ég hefi nokkuð að segja þér.“-------- Áminning Jesú var ekki svar við neinu, sem Símon Farísei sagði eða aðhafðist. Áminning hans var andsvar við hinni köldu hugsun Faríseans í garð konunnar, sem kom til að leita ásjár Jesú. — „Símon! ég hefi nokkuð að segja þér.“ Hefir ekki Jesús líka eitthvað að segja bæði mér og þér í þessu efni? Eru hugsanir okkar í garð meðbræðra okkar ekki stundum af svipuðu tagi og hugsanir Símonar Farísea? Stöndum við betur á verði en hann um ræktun hugans? Látum við ekki iðulega blekkjast af þeirri ímyndun, að okkur sé borgið, ef við bara vinnum okkur ekki til saka með ytri athöfnum okkar? — Hugsum við nógu oft út í það, að hugsanir okkar einar saman hafa í sér fólginn mátt bæði til að skaða aðra menn og eins til að hjálpa þeim? — Gætum við nógu oft að því, að þær eru höfuðefniviður sálar okkar? Gerum við okkur nægilega ljóst, hver ábyrgð fylgir hugsuninni? Vér ættum að íhuga þessar spumingar, hvert fyrir sig, og prófa, hvort vér getum svarað þeim með glaðri samvizku. Vér ættum að íhuga þær oftar en í dag. Vér ættum að íhuga þær í hvert sinn sem kaldar og samúðar- lausar hugsanir sækja að huga vorum og reyna að setjast þar að. — Látum þá sjálfsprófun leiða til þess, að vér jafnan vísum þegar í stað á dyr þessum gestum hugans, sem em í senn hættulegustu meinvætti þroska vors og hamingju vorrar. Látum oss ekki sjást yfir að uppræta illgresið áður en það nær að hreiðra um sig í akri sálar vorrar. Höfum hugfast, að vér erum sett í þennan heim bara til þess að ’rækta þann akur. Þegar yfir um kemur í

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.