Kirkjuritið - 01.04.1948, Síða 77
KRISTILEG ÆSKULÝÐSFÉLÖG
171
Mér er kunnugt um, að þessari hugmynd hefir nokkrum
sinnum verið hreyft á prestafundum á undanförnum árum,
og veit líka, að biskup landsins og nokkrir prestar eru
henni hlynntir, en fundarsamþykktir einar saman, sem
ekki er annað gert með en eyða í þær bleki og pappír,
vilja verða harla léttar á metunum.
Kennarar mundu flestir fúsir til að aðstoða prestana í
þessum félagsstörfum, og trúlegt er, að foreldrar og aðrir
aðstandendur unglinga mundu vilja hlúa að þessum ný-
Félög innan hverrar sýslu mynduðu svo sýslusamband,
og sýslusambönd landssamband. 1 stjórn landssambands-
ins yrði að velja úrvals fólk, er sæi um útkomu á ársriti
félögunum til stuðnings og uppörfunar. Innan fárra ára frá
stofnun félaganna yrðu fyrstu meðlimir þeirra fullorðið
fólk. Þessi félög og ungmennafélögin mundu svo fljótlega
renna saman, verða eitt og sama félag, með nafninu:
Kristilegt æskulýðsfélag.
Þörfin hrópar, bjargið œskunni.
Jóhann Sigurðsson.
Löngumýri, SkagafirÖi.
Bœkur sendur Kirkjuritinu.
Sjálfsævisaga Þorsteins Péturssonar á Staðarbakka.
Sjálfsævisögur merkra og mætra manna geta verið einhver
hollasti og skemmtilegasti lestur, og er svo um ýmis þesskonar
rit á íslenzka tungu. Má þar t. d. nefna: Ævisögu séra Jóns
Steingrímssonar og Sögukafla Matthíasar Jochumssonar. Sjálfs-
œvisaga séra Þorsteins jafnast að vísu engan veginn á við þau
nt, en hún er eigi að síður nákvæm og merkileg bók, enda
mikið rit, um 500 bls. 4to, og til útgáfunnar vandað í alla
staði. Séra Þorsteinn var uppi á árunum 1710—1785. Hann var
mjög áhugsamur og skyldurækinn prestur og prófastur og
jafnframt afkastamikill rithöfundur. Hann var hrifinn af Píet-
istastefnunni, sem barst hingað til lands með Ludvig Harboe,