Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1948, Page 80

Kirkjuritið - 01.04.1948, Page 80
174 KIRKJURITIÐ Prestaskólann og Guðfræðisdeildina á liðnum 100 árum. Hún gæti verið tilefni til mikilla skrifa, því ef menn gæta að, hve margir hafa t. d. útskrifazt síðustu sex árin, þegar enginn stú- dent kvað hafa verið í deildinni, eftir því sem almenningur seg- ir, þá eru þeir hvorki fleiri né færri en 32. Af þeim eru 23 prest- ar, 1 látinn, 3 kennarar, 1 húsfreyja, 1 við nám, 1 fréttamaður, 1 skrifstofumaður og 1 við ýmisleg störf. Af þeim, sem ekki eru prestar, sækja nú 3 um prestaköll. Svona er það þá, að á sama tíma og enginn er sagður setjast á námsbekk í Guðfræðisdeild, þá hefir fjórði hluti starfandi presta landsins útskrifazt og tekið vígslu. Hitt er svo það, að gjaman mættu fleiri innritast í Guðfræðisdeild til viðbótar við þá 13, sem fyrir eru. Minningarritið er til sóma þeim, er að því stóðu. Frágangur er allur snyrtilegur og prentvillur ekki margar. Allir þeir, er unna sagnfræði og kirkjumálum, ættu að kaupa þessa bók, því verðið er hóflegt. M. M. L. FRETTIR Séra Þorvarður Þorvarðsson, prófastur, andaðist að heimili Jóns prófasts sonar síns, í Vík í Mýrdal, 10. apríl, 84 ára að aldri. Séra Þórður Ólafsson, prófastur, andaðist að heimili sínu hér í bænum 28. apríl, 85 ára gamall. Frú Guðrún Runólfsdóttir, ekkja sóra Bjarna Einarssonar, prófasts að Mýrum í Álfta- veri, andaðist hér í bænum 15. marz, 79 ára að aldri. IMýtt safnaðarblað. Séra Óskar J. Þorláksson á Siglufirði gefur nú út nýtt safnaðarblað og hefir sent Kirkjuritinu. Það nefnist Kirkju- klukkan og fer ágætlega af stað, enda er séra Óskar smekk- maður mikill og prýðilega pennafær. Þessi nýbreytni er til fyrirmyndar.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.