Kirkjuritið - 01.12.1951, Page 16
266
KIRKJURITIÐ
inn. Ábyrg kirkja, sem flytur hið lifandi Orð Guðs, „mun ekki
hrynja“. Hún er: „Söfnuður Guðs, lifanda Guðs, stólpi og
grundvöllur sannleikans“.
Ég samfagna ykkur innilega, íslenzku klerkunum, og öðrum
kirkjunnar mönnum, sem fáið tækifæri til að fara á Lútherska
alþjóða kirkjuþingið í Hannover í Þýzkalandi á sumri kom-
anda, dvelja í Torgkirkjunni heila viku, hlusta þar á fótatak
og hjartslátt liðinna kynslóða, og semja framtíðarlofsöng hinn-
ar sigrandi kirkju Jesú Krists.
Og ég legg fyrir mig þessa spurningu: Hvernig stendur á
því, að þing þetta kemur ekki saman í sólarmusteri Júpíters
í Baalbek?“
„Ljósastikunum burtu kippt“, svarar þú, og af þeim sökum
þessi þjóðlönd áhættusömustu og óráðnustu örlög veraldar-
sögu dagsins.
Ég er að hugsa um ræðutexta morgundagsins, 26. sd. e. tr.
Orð Jesú hjá Matt. 11, 25—30: „Ég vegsama þig, faðir .. .
Skyldi Markús Aurelius — sem um skeið var samtíma Tertul-
líanusi, þessi vitri og ágæti keisari, sem sagði grátandi gæðing-
um sínum á banadægri, að þeir skyldu ekki gráta yfir sér,
heldur yfir eymd og spillingu þjóðarinnar, ekki hafa kynnt sér
guðspjöllin? Tertullían kvartar undan því, að almennt lesi
„spekingar og hyggindamenn" aldarinnar ekki rit kristinna
manna, en gefi þeim sjálfum því meiri gætur.
En um hvað var svo Markús Aurelius að hugsa á bana-
sænginni? Hafði hann, þrátt fyrir allt, lesið þessi orð Jesú:
„Jerúsalemsdætur, grátið ekki yfir mér, en grátið yfir sjálfum
yður og börnum yðar. Er það líklegt, a, keisarinn hafi verið
að hugsa um eitthvað svipað og skáldjöfurinn Einar Benedikts-
son, þegar hann er að lýsa þessu fólki, þar sem „engils svipur
er á hvarmi, undirheima bros á vör“:
„Beinleit fljóð og brúnaþungir halir
bekkjast síðar fast við hóglífs kvalir.
Línur andlits lúðar eru og sjúkar,
limir mýkri en dýnan, sem þá hvílir.
Styrk og fríðleik hniginn hjúpa dúkar.
Hjartað ástalaust í munuð veilist.
Uppgert fjör í eitur nautna seilist,
ofláts mælgi hrömun þankans skýlir.“