Kirkjuritið - 01.12.1951, Síða 20
270
KIRKJURITIÐ
„Já, nærri 46 ár.“
„Og hér dó konan yðar, og öll bömin?“
„Já, konan mín og drengimir mínir fimm dóu hér öli úr
mýraköldu. Hefðu þau verið í Englandi, em allar líkur taldar
á, að þau væm enn öll á lífi.“
„Og allt, sem þér hafið úr býtum borið — fyrirgefið, herra
doktor, ég ætla ekki að særa yður, eða ýfa sárin, — allt, sem
þér hafið úr býtum borið, öll uppskeran, sem þér getið sýnt,
fyrir allt þetta, er smákirkja og sárfáir altarisgestir."
„Já, kumlkirkja, úr sólbökuðum leirkögglum og fimmtíu og
þrír safnaðarmenn."
„Jæja, doktor, viljið þér nú segja mér,“ mælti ungi maður-
inn, „Á ég að grafa mig hér lifandi niðri í Indlandi, og geta
svo ekki lagt fram skýrslu um meiri árangur en þetta, eftir
að hafa þrælað hér í hálfa öld, og fómað öllu. Eða á ég að
hverfa aftur heim til Englands og vinna þar árangursmeira
og mikilvægara starf?“
Hann setti hljóðan. Það var ekki laust við, að hann óttaðist
að hafa sært tilfinningar öldungsins. Gamli maðurinn lauk aft-
ur höfgum augum. Ungi maðurinn horfði á varir hans bærast,
eins og hann væri á bæn.
Skömmu síðar opnaði öldungurinn aftur augun. Hann leit
ástúðlega í augu mannsins, og mælti:
„Sonur minn, ég hugsa að ég geti liðsinnt yður. Ég fer nú
bráðum að deyja, ef til vill mjög bráðlega. Ég fer nú fljótlega
að staulast upp bröttu þrepin, til þess að knýja dyra á perlu-
hliðinu. Engillinn mun opna dymar og láta mig innrita mig í
vistmannabókina, og leiðbeina mér að hinu hvíta hásæti náð-
arinnar. Ég verð ekki búinn að ganga nema örfá skref eftir
gullstrætinu, þegar broseygð, hörundsdökk Hindúastúlka kem-
ur hoppandi og dansandi út úr einhverju unaðslegasta hliðar-
strætinu. Hún umvefur báðar hendur mínar með litlu höndun-
um sínum, spriklar öll og iðar af fagnandi gleði, og hrópar:
„Doktor, ég er svo glöð yfir því, að þér eruð kominn hér.
Ég hefi verið að bíða eftir yður.“
„Ég horfi vitaskuld niður á hana, en kem henni líklega
ekki fyrir mig.“ „Hvað? ... Þekkið þér mig ekki, doktor?“
spyr hún þá.
„Ekki fyrir víst, kæra bam, ég sá ykkur svo margar í Ind-