Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1951, Page 21

Kirkjuritið - 01.12.1951, Page 21
JÓLABRÉF FRÁ SÉRA JÓNMUNDI 271 landi, að ég man ekki sérstaklega eftir hverri einstakri ykkar.“ Þá mun hún segja mér heiti sitt og bæta við: „Hvers slags er þetta? Þér, sem leidduð mig til Krists. Þér skírðuð mig og jarðsunguð. Viljið þér ekki gera stóra bón mína, kæri doktor?“ „Já, svo sannarlega, kæra bam.“ „Viljið þér leyfa mér að fylgja yður til Jesú?“ „Með mestu ánægju." Og nú þýtur hún með mig eftir strætinu. Hún mun sýna mér hinn yndislega, f jaðurskreytta fugl, strætin, stórhýsin og f jölda heilagra manna og segja mér frá þeim. Og svo komum við að hásæti náðarinnar. Og vegna þess, að það er Jesús, sem situr þar, bíður hann ekki eftir því að ég komi til hans. Hann mun hraða sér niður gullnu þrepin. Og rétt áður en ég er að því kominn að lúta honumn, og varpa mér til jarðar og umfaðma fætur hans, mun litla stúlkan grípa aðra hönd Krists, með þeirri hendinni, sem laus er, og leggja báðar þessar hendur okkar Krists saman á litla brjóstið sitt, og segja: „Jesús, blessaði Frelsari minn. Þessi maður yfirgaf föður sinn og móður, ætt- ingja sína og vini. Hann kom til Indlands — til að grafa sjálf- an sig svo að segja lifandi hjá mínu fólki. Hann missti konu sína og böm. Hann átti einskis annars úrkosti en horfa upp á þau deyja, og gat ekkert hjálpað þeim. Ekkert fyrir þau gert. Loks gaf hann sjálfur upp öndina. Hann var fyrsti maðurinn, blessaði Jesús, sem sagði mér frá þér. Og nú langar mig svo óstjórnlega mikið til þess að verða fyrsta manneskjan, sem segir þér frá honum“.“ Rödd öldungsins hljóðnaði, dó út og ómaði og hvarf, eins og ómur í brostnum fiðlustreng. Og þama sat ungi trúböðinn, hreyfingarlaus, eins og dæmdur. Loks kraup hann á knén, þrýsti andlitinu að líkama gamla mannsins í rúminu og and- varpaði: „Ég verð kyrr.“ „Og það ætla ég að gera,“ segir ræðumaður og bætir við: >,Það ætlar þú einnig að gera, „því á sínum tíma munum vér uppskera, ef vér gefumst ekki upp“ (Gal. 5, 9). Það er margt, sem ég ekki veit, ósköpin öll, sem ég skil ekki. En þetta veit ég: Vér berjumst ekki vonlausri baráttu. Trú vor er siguraflið, sem sigrar heiminn. Og þegar Guðs tími er kominn, vinnur „Hið lifandi Orð, sem flutt er í ábyrgri kirkju“, sigur. Gleðileg jól.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.