Kirkjuritið - 01.12.1951, Síða 24
274
KIRKJURITIÐ
þetta, varð hann óttasleginn og öll Jerúsalem með honum;
og er hann hafði safnað saman öllum æðstu prestunum og
fræðimönnum lýðsins, spurði hann þá, hvar Kristur ætti að
fæðast. Og þeir svöruðu honum: í Betlehem í Júdeu,, því að
þannig er ritað af spámanninum. Og þú Betlehem, land Júda,
ert engan veginn hin minnsta meðal höfðingja Júda, því að
frá þér mun koma höfðingi, sem vera skal hirðir lýðs míns
ísraels. Þá kallaði Heródes vitringana til sín á laun og fékk
hjá þeim glögga grein á því, hve lengi stjarnan hefði sézt; lét
hann þá síðan fara til Betlehem og sagði: Farið, haldið vand-
lega spurnum fyrir um bamið, og er þér hafið fundið það,
þá látið mig vita, til þess að ég geti einnig farið og veitt
því lotning.
En er þeir höfðu hlýtt á konunginn, fóru þeir leiðar sinnar.
Og sjá, stjaman, sem þeir höfðu séð austur frá, fór fyrir þeim
og vísaði þeim leið, þar til hún staðnæmdist þar yfir, sem
barnið var.
En er þeir sáu stjörnuna glöddust þeir harla mjög. Og þeir
gengu inn í húsið og sáu barnið, ásamt Maríu móður þess og
féllu fram og veittu því lotning. Og þeir opnuðu fjárhirzlur
sínar og færðu því gjafir: gull, reykelsi og myrm. Og er þeir
höfðu fengið bending í draumi um það, að hverfa ekki aftur
til Heródesar, fóm þeir aðra leið heim til lands síns.“
Þá syngjum við sálm, sem minnir á vitringana og ferð þeirra
til Betlehem.
„Ó, hve dýrðleg er að sjá
alstimd himinfesting blá,
þar sem ljósin gullnu glitra,
glöðu leika brosi’ og titra
og oss benda upp til sín.
Nóttin helga hálfnuð var,
huldust nærfellt stjömumar,
þá frá himinboga’ að bragði
birti’ af stjömu’, um jörðu lagði
ljómann hennar sem af sól.
Þegar stjama á himni hátt
hauður lýsir miðja’ um nátt,