Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1951, Side 34

Kirkjuritið - 01.12.1951, Side 34
284 KIRKJURITIÐ og heldur honum við. Það hefir aldrei verið hrakið og mun aldrei verða. En annars eru frásagnirnar margar á líkingamáli að hætti þeirra þjóða og þeirra tíma. Einn flokkur GI. testam. eru spámannaritin, þar sem leiðtogar þjóðarinnar í andlegum efnum, sjáendur og andans menn, leiðbeina henni, áminna hana og segja henni til syndanna, auk þess sem þar er að finna spádóma um Krist. 1 þeim og öðrum ritum er að finna spekimál vitringa og sálma Guði til dýrðar, sígild sannindi og list. Ritningin er ekki fræðirit í náttúruvísindum. Ef það væri hlutverk hennar, þá væri hún fyrir löngu úrelt orð- in, því að öll vísindarit verða fyrr eða síðar úrelt og ekki sízt á vorum tímum. Margt það, sem efnishyggju- menn álitu góða og gilda þekkingu um aldamótin og hefðu verið ánægðir með, ef það hefði staðið í Ritningunni, er nú orðið breytt og úrelt. Og þannig mun það verða áfram. En það er annað, sem ekki verður úrelt. Lögmál lífsins breytast ekki, og sú leið, sem einstaklingar og þjóðir verða að ganga til farsældar og fullkomnunar, breytist ekki. Spakmæli spámanna og vitringa og áminningar til þjóð- ar, sem er rangsnúin, verða ekki úrelt, því að slíkar þjóðir eru enn til eins og fyrir þúsimdum ára. Allt þetta er að finna í Ritningunni, og hver, sem gjörir sér far um að kynnast henni í alvöru og einlægni, mun komast að raun um gildi hennar. Þessi fáu orð verða að nægja um fyrstu röddina. önnur röddin segir eitthvað á þessa leið: Það borgar sig ekki að fara eftir kenningu kristindómsins, því að þér líður ekkert betur fyrir það í lífinu. Þeir, sem eru van- trúaðir, ódyggðugir og jafnvel vondir, njóta oft eins mik- illa gæða í lífinu og hinir, sem betri eru. Þeir njóta auðs, valda og metorða. Það er nú ekki svo að skilja, að þetta sé eða hafi verið rödd kennara og fræðara eða þeirra annarra, sem opinberlega vilja hafa áhrif á æskulýðinn, því að siðgæðið er og hefir oftast verið í heiðri haft á yfirborðinu. En þessi rödd hefir heyrzt og heyrist enn.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.