Kirkjuritið - 01.12.1951, Síða 38
288
KIRKJURITIÐ
inguna, er bundin við þetta jarðlíf eingöngu. En trúin
miðar bæði við þetta líf og framhaldslífið. Sjónarmið
hennar er eilífðin, eilíf fullkomnun. Hugsjón kristins
manns er engin mannleg siðgæðishugsjón, sem getur
breytzt og orðið úrelt, heldur er fyrirmynd hans óbreyt-
anleg og hugsjón hans eilíf. Siðgæðisgrundvöllur kristins
manns er hin ódauðlega lífsskoðun, sem Kristur hefir
gefið oss. Það er hún, sem verður að bæta heiminn —
bjarga heiminum.
Árni Árnason.
Hervœðingin siðferðilega.
Oxfordhreyfingin, sem Dr. Frank Buchman hratt af stað,
nefnist nú Hervæðingin siðferðilega, og er miðstöð hennar í
Caux í Sviss. Dómar um hana eru misjafnir, en margir forystu-
menn á andlega sviðinu fara um hana miklum viðurkenning-
arorðum.
Skulu hér tilfærð tvenn ummæli:
Ýmsir helztu biskupar Svía (m. a. Björkquist og Bohlin)
segja svo: „Hreyfing þessi er runnin af djúpum rótum sannr-
ar kristilegrar reynslu, kristnu persónulífi og kristnum anda.
Hún er dásamlega víðfeðm og hikar ekki við að taka upp
nýjar starfsaðferðir. Þetta hlýtur að vera öllum ljóst, sem
hafa kynnzt hreyfingunni persónulega. Með raunhæfri guðstrú
sinni, siðferðilegu vegsöguþori, félagslífi og sigurvissu hefir
hún endurvakið trúarlíf og starf frumkristninnar mitt í heimi
tízkunnar og veraldarhyggjunnar. Það er mikils vert, bæði
vegna kirkjunnar og andlegu og siðferðilegu baráttunnar í
heiminum, að leiðtogar kirknanna veiti þessari hreyfingu verð-
skuldaða athygli og kynnist henni persónulega.“
Og þessi er dómur Emils Brunners prófessors:
Hervæðingin siðferðilega er á réttri leið. Fylgjendur henn-
ar hafa náð ágætum tökum á því að beina kristindóminum
braut til daglega lífsins. Guðfræðingamir prédika aðeins fynr
kristnum mönnum, fylgjendur þessarar hreyfingar fyrir öll-
um þjóðum.