Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1951, Page 38

Kirkjuritið - 01.12.1951, Page 38
288 KIRKJURITIÐ inguna, er bundin við þetta jarðlíf eingöngu. En trúin miðar bæði við þetta líf og framhaldslífið. Sjónarmið hennar er eilífðin, eilíf fullkomnun. Hugsjón kristins manns er engin mannleg siðgæðishugsjón, sem getur breytzt og orðið úrelt, heldur er fyrirmynd hans óbreyt- anleg og hugsjón hans eilíf. Siðgæðisgrundvöllur kristins manns er hin ódauðlega lífsskoðun, sem Kristur hefir gefið oss. Það er hún, sem verður að bæta heiminn — bjarga heiminum. Árni Árnason. Hervœðingin siðferðilega. Oxfordhreyfingin, sem Dr. Frank Buchman hratt af stað, nefnist nú Hervæðingin siðferðilega, og er miðstöð hennar í Caux í Sviss. Dómar um hana eru misjafnir, en margir forystu- menn á andlega sviðinu fara um hana miklum viðurkenning- arorðum. Skulu hér tilfærð tvenn ummæli: Ýmsir helztu biskupar Svía (m. a. Björkquist og Bohlin) segja svo: „Hreyfing þessi er runnin af djúpum rótum sannr- ar kristilegrar reynslu, kristnu persónulífi og kristnum anda. Hún er dásamlega víðfeðm og hikar ekki við að taka upp nýjar starfsaðferðir. Þetta hlýtur að vera öllum ljóst, sem hafa kynnzt hreyfingunni persónulega. Með raunhæfri guðstrú sinni, siðferðilegu vegsöguþori, félagslífi og sigurvissu hefir hún endurvakið trúarlíf og starf frumkristninnar mitt í heimi tízkunnar og veraldarhyggjunnar. Það er mikils vert, bæði vegna kirkjunnar og andlegu og siðferðilegu baráttunnar í heiminum, að leiðtogar kirknanna veiti þessari hreyfingu verð- skuldaða athygli og kynnist henni persónulega.“ Og þessi er dómur Emils Brunners prófessors: Hervæðingin siðferðilega er á réttri leið. Fylgjendur henn- ar hafa náð ágætum tökum á því að beina kristindóminum braut til daglega lífsins. Guðfræðingamir prédika aðeins fynr kristnum mönnum, fylgjendur þessarar hreyfingar fyrir öll- um þjóðum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.