Kirkjuritið - 01.12.1951, Blaðsíða 41
RÖDD ÚR FLOKKI LEIKMANNA
291
ir eru árlega í hverju prófastsdæmi, vita oft fáir, aðrir
en prestarnir og þar til kjörnir fulltrúar. Þessir fundir
eru oft fámennir, daufir og áhrifalitlir, líkt og safnaðar-
fundir. 1 sambandi við hvern héraðsfund þyrfti að vera
áhrifamikil kristileg samkoma, sem undirbúin væri þann-
ig, að hún drægi fólkið óspart að sér. Þar mættu kirkju-
kórar og létu til sín heyra. Þar væru fluttar stuttar, skarp-
ar framsöguræður, og öllum samkomugestum frjáls þátt-
taka í umræðum. Yrði þessi nýbreytni tekin upp, myndi
hún vera spor í áttina að örva æðasláttinn, glæða trú-
arlífið.
Nú í seinni tíð sýnast sumstaðar vera merki hnignunar
yfir kirkju og kristindómsmálum. Fjöldi fólks dýrkar nú
danssamkomur úr hófi fram. Þessar samkomur eru oft
á laugardagskvöldum og standa fram eftir nóttu. Þarna
mætir oft múgur og margmenni. Vitanlegt er, að þama
hefir oft átt sér stað ölvun, er hefir leitt af sér skömm
og skaða. Næsta dag kemur þessu fólki ekki til hugar að
fara til kirkju sinnar, þótt það eigi þar kost á messu.
Trúmálasamkomur utan kirkju eru viðast fátíð fyrir-
brigði.
Ekkert get ég séð því til fyrirstöðu, að tekin yrði upp
sú regla að verja einum degi árlega til almennrar kristi-
legrar samkomu fyrir hvert einstakt hérað eða prófasts-
dæmi, auk héraðsfundar samkomunnar, sem áður er getið.
Ef vel tækist með þessar samkomur, en þær þyrfti að gera
svo hátíðlegar og tilkomumiklar sem hægt væri, mundi
fólkið, sem þeirra nyti, finna, að þar væri betra að vera
en í danssölunum, og því ekki ólíklegt, að slíkar sam-
komur gætu með tímanum átt þátt í fjölgun kirkjugesta.
Ef lægi fyrir þessari uppástungu að verða meira en orð-
in tóm, þá teldi eg viðeigandi, að samkomudagurinn bæri
nafnið Kirkjudagur, t. d. Kirkjudagur Skagfirðinga, Kirkju-
dagur Húnvetninga o. s. frv.
Samstarf presta innan héraða eða prófastsdæma mun
víða vera of lítið, nema ef vera skyldi á héraðsfundum,