Kirkjuritið - 01.12.1951, Blaðsíða 69
BARÁTTAN FYRIR LÍFSSKOÐUN
319
eins og kirkjan kennir, og trúa því, að þá veitist allt að
auki — það var að margra dómi sama sem að svíkja
kall lífsins sjálfs og staðna í ævintýraheimi bernsku-
áranna.
Það var eins og stendur í þessum voldugu eggjunarorð-
um Friedrichs Nietzsche:
„Ég særi yður, bræður mínir, verið trúir jörðinni og
trúið þeim ekki, sem túlka fyrir yður yfirjarðneskar von-
ir. Eiturbyrlarar eru þeir, hvort sem þeir vita það eða
ekki.“
Vinna og nautn urðu skautin tvö, sem allt hverfðist um.
Því að lífið — samkvæmt skoðun þessari — átti ekkert
annað markmið en það, sem mennirnir settu því: Ein-
staklingsmarkmið, persónulega viðleitni til þess að bera
sem mesta ánægju úr býtum í baráttunni fyrir tilverunni.
Og félagslegt markmið, vaxandi kröfur um það, að þess-
um heimi verði þannig fyrir komið, að hann veiti sem
flestum mönnum mesta gæfu.
# # #
Þeir tímar hafa verið í sögunni, er þessi lífsskoðun hef-
ir þótt vera sjálfsögð. Og flest af oss hafa vísast átt þær
stundir, að þessi heimur og þetta líf með öllum hlutverk-
um þess — fjárhagslegum, stjórnmálalegum, félagslegum
og menningarlegum — hafa náð þeim tökum á oss, að
oss hefir ekki aðeins virzt annar heimur trúarinnar óþarf-
ur, heldur fundizt hann vera hættulegur, þar sem trúin
virðist leiða mennina burt frá hlutverkum hins raunveru-
lega lífs og inn í óskalönd ímyndunarinnar.
En er nú þetta allt og sumt? Er tilgangur lífsins í raun
°g veru enginn annar en sá, sem náttúruheimurinn má
veita, líf, er starf og nautnir togast á um, eilíf barátta
fyrir tilverunni, kapphlaup, þar sem vonbrigði og mótlæti
eru oftast nær margföld á við gleðina.
1 mínum augum er þetta svo:
Ávextirnir glæsilegu af vísindaþróun Evrópu og menn-
ingarþróun á síðustu öldum hafa að sjálfsögðu varanlegt