Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1951, Blaðsíða 78

Kirkjuritið - 01.12.1951, Blaðsíða 78
328 KIRKJURITIÐ sé góður kjarni, er slcvli sigra, húmanismi, sem velur sér stöðu í ríki ljóssins og þjónar því af hollustu og trú- mennsku, en berst við ranglætið og keppir sífellt að æðra skilningi, fegurð og sannleika. Það er vísast engin ástæða til að tala með fyrirlitn- ingu um þess konar lífstrú. Hún getur verið sannari, ein- lægari og fórnfúsari en mörg önnur. Og hún býr að minnsta kosti yfir þeim sigri, sem fæst við vissuna um það að vera réttu megin. Þó hefi ég ekki heldur persónulega getað staðnæmzt við þessa lausn vandamálsins. Þriðji möguleikinn er einnig til. Og nú langar mig að lokum til þess að segja fáein orð um hann. Ég fyrir mitt leyti hefi aftur og aftur orðið að nema staðar við spurninguna um það, hvort ekki muni vera unnt að öðlast öruggari fótfestu í lífinu — hvort ekki verði þrátt fyrir allt og allt fundið eitthvað æðra en maðurinn sjálfur og viðleitni hans, eitthvað að baki mann- lífinu eða ofar því, sem leggi ekki aðeins undirstöðuna undir starfið að háleitu marki, heldur veiti einnig afl til að vinna það betur, eitthvað, sem geti veitt lífi voru varanlegt markmið og gildi. Ég hefi oft efazt, og auðvitað get ég enn í dag fundið til efa um mikið og margt. En þó þori ég að segja nú, af fullri vissu fyrir mitt leyti, að niðurstaðan af lífsreynslu minni sé þessi: Það er til leið inn í heim, sem leggur ör- ugga undirstöðu, veitir innra frelsi og meira afl til þess, sem gott er. Það er leiðin, sem kristindómurinn bendir á. Það er ekki auðvelt að ræða þetta. Ekki aðeins af því, að kristindómurinn snertir dýpstu strengi persónuleikans, sem menn eru ófúsir að sýna öðrum, heldur einnig af því, að trúin er yfirleitt af þeim heimi, sem er ofar daglegu tali voru. Það er í raun og veru ekki unnt að ræða trúna. Hér er um að ræða persómdega lífsreynslu. Og þess vegna er í raun og veru ekki heldur unnt að tala um kristin- dóminn öðru vísi en á álveg persónulegan hátt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.