Kirkjuritið - 01.12.1951, Qupperneq 78
328
KIRKJURITIÐ
sé góður kjarni, er slcvli sigra, húmanismi, sem velur sér
stöðu í ríki ljóssins og þjónar því af hollustu og trú-
mennsku, en berst við ranglætið og keppir sífellt að æðra
skilningi, fegurð og sannleika.
Það er vísast engin ástæða til að tala með fyrirlitn-
ingu um þess konar lífstrú. Hún getur verið sannari, ein-
lægari og fórnfúsari en mörg önnur. Og hún býr að
minnsta kosti yfir þeim sigri, sem fæst við vissuna um
það að vera réttu megin.
Þó hefi ég ekki heldur persónulega getað staðnæmzt
við þessa lausn vandamálsins. Þriðji möguleikinn er einnig
til. Og nú langar mig að lokum til þess að segja fáein
orð um hann.
Ég fyrir mitt leyti hefi aftur og aftur orðið að nema
staðar við spurninguna um það, hvort ekki muni vera
unnt að öðlast öruggari fótfestu í lífinu — hvort ekki
verði þrátt fyrir allt og allt fundið eitthvað æðra en
maðurinn sjálfur og viðleitni hans, eitthvað að baki mann-
lífinu eða ofar því, sem leggi ekki aðeins undirstöðuna
undir starfið að háleitu marki, heldur veiti einnig afl til
að vinna það betur, eitthvað, sem geti veitt lífi voru
varanlegt markmið og gildi.
Ég hefi oft efazt, og auðvitað get ég enn í dag fundið
til efa um mikið og margt. En þó þori ég að segja nú,
af fullri vissu fyrir mitt leyti, að niðurstaðan af lífsreynslu
minni sé þessi: Það er til leið inn í heim, sem leggur ör-
ugga undirstöðu, veitir innra frelsi og meira afl til þess,
sem gott er. Það er leiðin, sem kristindómurinn bendir á.
Það er ekki auðvelt að ræða þetta. Ekki aðeins af því,
að kristindómurinn snertir dýpstu strengi persónuleikans,
sem menn eru ófúsir að sýna öðrum, heldur einnig af því,
að trúin er yfirleitt af þeim heimi, sem er ofar daglegu
tali voru. Það er í raun og veru ekki unnt að ræða trúna.
Hér er um að ræða persómdega lífsreynslu. Og þess vegna
er í raun og veru ekki heldur unnt að tala um kristin-
dóminn öðru vísi en á álveg persónulegan hátt.