Kirkjuritið - 01.12.1951, Blaðsíða 86
336
KIRKJURITIÐ
uppteiknað, sungið, sagt og téð.
Síðan þess aðrir njóti með.
Píslargangan og krossferillinn er líf af hans lífi. Hann
fylgist með Jesú yfir um Kedrons breiðan bekk, inn í
Getsemane. Hann sér frelsara sinn hæddan, barinn, þyrni-
krýndan, negldan á kross. Hann heyrir ið hinzta and-
varp hans á trénu: Faðir, í þínar hendur fel ég anda minn.
Og þó er hann saklaus, vér hinir seku. Allt gerði hann
fyrir mig. Hvað hefi ég gert fyrir hann?
Hin mikla syndavitund séra Hallgríms er ívafið í öllum
Passíusálmunum, en uppistaðan er hin djúpa elska hans
til Krists. Það kemur heim við reynslu allra tíma, að þar
sem syndavitundin er rík, er elskan til Krists djúp og heit.
Þegar syndavitundin dofnar, máist og þurrkast út, þá
hættir Kristur að vera sálum mannanna virkileiki.
Strax sem ómálga bam tók Kristur mig að sér í heil-
agri skírn og leiddi inn í náðargrasgarð sinn, þar sem ég
átti að vera vökumaður hans. En ég brást og sofnaði á
verðinum. Áminningar dugðu ekki. Vegir bænarinnar —
vegimir til Guðs — uxu hrísi og háu grasi, af því að ég
fór þá ekki. Dimma heimselskunnar byrgði hina heilögu
mynd. Séra Hallgrímur hikar ekki við að játa synd sína.
Sá, sem vill verða hreinn, verður að losast undan gömlu
fargi fortíðarinnar. — Og loksins kom hin dýrlega stund,
því biðlund Guðs þreytist eigi:
Þá kom Guðs anda hræring hrein
í hjarta mitt inn sá Ijóminn skein.
Jafnvel enn er hikað við hliðin. En fylling tímans kemur
— hin endalega ákvörðun tekin — úrslitasporið stigið.
Vil ég nú hjartans feginn fá
frelsari minn að vaka þér hjá.
Vegur bænarinnar opnast. Smám saman eyðist dimma
heimselskunnar fyrir Ijósinu frá krossi Krists. Og reynsla