Kirkjuritið - 01.04.1953, Page 10

Kirkjuritið - 01.04.1953, Page 10
76 KIRKJURITIÐ Já, við skulum halda okkur að krossi Krists, enda þótt hann sé hærri huga okkar. Við skulum beina sjónum okkar þangað. Við skulum reyna að komast sem næst honum, svo að við getum sem bezt fundið hinn leyndardómsfulla kraft, sem frá honum stafar, og við skulum líka reyna að læra af því, sem við sjáum þar. Við sjáum hann þar vera að ijúka mikilsverðasta starf- inu, sem unnið hefir verið hér á jörð. Fyrsta hvílurúmið hans var jatan. Hásæti hans í lífinu var steinninn hjá al- faravegi, eins og eitt skáldið sagði svo vel og réttilega, og að síðustu er það svo krossinn, sem er reistur. Hann hafði gengið i kring, gert gott, læknað sjúka, huggað hrellda og boðað mönnunum hjálpræðið. Nú var verið að endur- gjalda honum það. Hann hafði elskað mennina og gengið allra lífsþæginda á mis, til þess að geta orðið þeim að sem mestu liði. Þetta var þakklætið frá þeirra hendi. Við skul- um ekki kasta steinum að þeim mönnum, sem þarna voru að verki, en við skulum í þess stað líta til okkar sjálfra. Kristur var ekki aðeins að vinna fyrir samtíðarmenn sína og samlanda. Hans heilaga starf var helgað öllum mönnum á öllum tímum, líka okkar. Hann gengur nú ekki lengur um meðal mannanna, og við getum því ekki launað honum, hvorki vel né illa, í bókstaflegri merkingu. En samt sem áður er gott fyrir okkur að hugleiða, hvort við þökkum honum nægilega starf hans og allt, sem hann gerði fyrir okkur, hvort við leitumst nógu einlæglega við að gera vilja hans og hlýðnast hans heilögu boðum. Hugleiðum það, að ef við minnumst hans aldrei með þakklæti, ef við misþyrmum þeim hugsjónum, sem hann lifði og dó fyriÞ þá erum við í raun og veru í hópi þeirra, sem fyrir meira en 19 öldum stóðu að krossfestingunni á Golgata. Ég veit að við einlæga sjálfsprófun í þessu efni finnum við, að við stöndum ekki nógu trúlega með honum. Og þá þurfum við að koma að krossinum og gráta syndir okkar hjá hon- um, sem þar leið og dó. Við skulum svo líta aftur til Jesú og mannfjöldans, sem

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.