Kirkjuritið - 01.04.1953, Qupperneq 12

Kirkjuritið - 01.04.1953, Qupperneq 12
78 KIRKJURITIÐ sækir oss heim. Einnig í því erfiðasta og þrautafyllsta hefir hann gengið á undan og leiðbeint okkur. Margur hefir fengið með því að horfa á Jesú á krossinum ómetan- legan styrk til þess, að heyja erfitt stríð við þrautir og þjáningar. En við sjáurn þar ekki aðeins ýmislegt, sem okkur er lærdómsríkt umhugsunarefni. Við heyrum líka orðin, sem töluð voru á þessum stað. Við heyrum hróp fjöldans og háðsyrði hins ábyrgðarlausa múgs. Við heyrum sama kæruleysiskliðinn, sem enn þann dag í dag er til, þar sem guðleysisraddir láta til sín heyra. Ennþá eru þeir til, sem vilja sýna mikilmennsku sína í því að gera gys að öllu því, sem er háleitt og heilagt, enda þótt það hafi sýnt sig að vera blessunarríkur kraftur í lífi mannanna kynslóð eftir kynslóð. Við getum ekki svai’að slíkum hrópyrðum á annan veg betur en með orðunum, sem við einnig heyrum frá krossinum: Faðir, fyrirgef þeim, því að þeir vita ekki, hvað þeir gera. Þessi orð höfum við svo oft heyrt, en hversu grátlega illa gengur okkur flestum að tileinka okk- ur það kærleikshugarfar, sem að baki þeim stendur. Ég held það sé meðal annars af því, að við höfum ekki kross- inn nógu oft fyrir sjónum, að við hugsum ekki nógu mikið um Jesú, um það, hvað hann varð að líða og hvað hann gat fyrirgefið mikið. Hann var jafnan fús á að líta með mildi á afbrot og veikleika mannanna, jafnvel og ekki síður, þótt það beindist að honum sjálfum. Þetta kemur einnig fram í orðunum, sem hann mælti til hins iðrandi illvirkja: I dag skaltu vera með mér í Paradís, þessum orðum, sem eru okkur svo dýrmæt og gefa okkur svo dýrðlega von um, að þrátt fyrir syndir okkar og hrasanir, munum við þó fá að njóta sæluvistar með honum, ef við flýjum í hans náðarfaðm. Við heyrum loks hans indælu andlátsorð: Faðir, í þínar hendur fel ég minn anda. Jesús hafði með öllu lífi sínu og starfi verið að kenna mönnunum að lifa, lifa réttilega og eftir Guðs vilja. Á krossinum kennir hann okkur að
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.