Kirkjuritið - 01.04.1953, Side 13

Kirkjuritið - 01.04.1953, Side 13
NÆR KROSSINUM 79 deyja. Það er líka mikilsvert, og við viljum biðja eins og meðan við vorum börn: Minn Jesú, andlátsorðið þitt í mínu hjarta eg geymi. Sé það og líka síðast mitt, þá sofna eg burt úr heimi. Já, Jesú sé lof og þökk fyrir allt, sem við getum lært af honum og myndinni, sem við okkur blasir á Golgata. Ef við komum nógu nærri krossinum og ef við virðum fyrir okkur nógu einlæglega allt, sem þar gerðist, þá mun- um við vissulega komast að sömu niðurstöðunni og hundr- aðshöfðinginn, sem sennilega hefir séð um krossfestinguna, an hann sagði, er hann hafði horft á þetta allt: Sannarlega hefir þessi maður verið Guðs sonur. Krossinn. Victor Hugo. Lag eftir J. Faure. Kom, sorgarbarn, til hans, sem ei þig yfirgefur, í opinn faðm hans, kom. Þér lækning búin er, og friður hans um hug þinn fer. Hann brosir, sorgarbarn, við þér. Hann einn fær veitt þá gleði’, er eilíft gildi hefur. Einar M. Jónsson þýddi.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.