Kirkjuritið - 01.04.1953, Page 15

Kirkjuritið - 01.04.1953, Page 15
KATRÍN FRÁ BÓRA 81 löttu hann og kváðu þetta mundu valda mesta hneyksli. En Lúter sagði: Hneyksli hér og hneyksli þar. Neyð og mæða molar fjötra og hugsar ekki um hneykslanir. Katrin frá Bóra. Lúter fékk kaupmann einn, Leonard Koppe að nafni, til þess að hjálpa sér, byrgði sá Marienthron að matvælum. Að kvöldi Páskadags 1523 kom Koppe með matarvagn sinn og hafði þanið strigatjald yfir hann. Meðan á páskamessunni stóð í klaustur- ^irkjunni, laumuðust þær Katrín út níu saman og smeygðu sér UPP í vagninn. Því næst var honum ekið burt hið bráðasta. Náttmyrkrið tók við. Nunnunum var borgið. Annálsritari skrifar svo um þennan atburð: „Koppe nam nunnurnar á burt úr klaustrinu jafn fljótt og fimlega eins og Þ®r hefðu verið síldartunnur." Af því hefir sú skoðun myndazt, aÖ nunnumar hefðu verið fluttar burt í tómum síldartunnum, Sem hefði átt að sækja til klaustursins. A þriðja í páskum lenti hópurinn í Wittenberg, og þurfti

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.