Kirkjuritið - 01.04.1953, Síða 16
82
KIRKJURITIÐ
Lúter að sjá fyrir gistingu. Honum tókst von bráðar að fá sex
foreldranna til þess að leyfa dætrum sínum að koma heim.
En hvað átti að gjöra við hinar? Ekkert átti Lúter til, heldur
lifði harla fátæklegu einlífi í Ágústínusarklaustrinu í Wittenberg.
Honum lánaðist að gifta tvær þeirra góðum mönnum. Þá var
Katrín ein eftir. Hún var orðin 24 ára, eða komin yfir bezta
giftingaraldurinn að dómi þeirra tíma. Ekki var fríðleikinn
heldur mikill, og engan eyri átti hún til, og ætt hennar mátti
sín lítils. Framtíðarhorfur hennar virtust vera heldur dauf-
legar.
Henni var komið fyrir til bráðabirgða á heimili borgarrit-
arans, þar til er fyrsta biðilinn bæri að garði. Hún var hálf-
hrædd og feimin, en öllum varð hlýtt til hennar. Lúter var
skriftafaðir hennar og bar giftingu hennar mjög fyrir brjósti.
Hann gat nú flutt henni bónorð háskólarektors, meistara Casp-
ars Glaciusar. Hún færðist undan, þótti hann þumbaralegur
bókabéus. Þá varð Lúter gramur og sendi Amsdorf, vin sinn,
til þess að telja henni hughvarf. Hann spurði hana háðslega:
„Hvern viljið þér þá fyrir mann, úr því að þér eruð ekki ánægð
með guðfræðidoktor? “ Þá svaraði Katrín stillt og rólega: „Ef
þér sjálfir eða doktor Lúter biðjið mín, þá mun ég fagna því.“
Þessi bending féll í góðan jarðveg. Lúter skildist, að Katrín
var ekki stolta aðalskonan, eins og hann hafði haldið. Og úr því
að hún vildi verða konan hans, hafði hann ekkert við það að
athuga. „Það var vilji Guðs,“ sagði hann síðar, „að ég skyldi
miskunna mig yfir einstæðinginn. Og Guð hefir veitt mér ríku-
lega umbun, því að ég hefi eignazt guðhrædda og góða konu,
sem hjarta mitt getur reitt sig á.“
Um kvöldið 13. júní 1525 komu þau Lúkas Cranach málari
og kona hans með Katrínu heim til Lúters í „Svartaklaustrið".
Vígsluvottar voru þar vinir Lúters Bugenhagen prestur í Witt-
enberg og Justus Jonas prófastur, og einn lögfræðingur að auk-
Lýstu þau því yfir frammi fyrir þeim, Lúter og Katrín, að
þau vildu eigast. Lögfræðingurinn þuldi lagagreinar, og Bugen-
hagen lýsti blessun Drottins yfir brúðhjónunum. Því næst var
neytt vígslumáltíðar og brúðhjónin síðan leidd til sængur. Var
annar skór brúðgumans lagður ofan á ársalinn til merkis una
það, að bóndinn ætti að ráða á heimilinu.
Fjórtán dögum síðar var aðal-brúðkaupsveizlan haldin. Meðal