Kirkjuritið - 01.04.1953, Page 17

Kirkjuritið - 01.04.1953, Page 17
KATRÍN FRÁ BÓRA 83 SvartaklaustriS í Wittenberg. annarra bauð Lúter Koppe til hennar og skrifar svo m. a.: „Guð ^efir skyndilega og óvænt veitt mig í net heilags hjónabands, sem ég verð að staðfesta með veizlu á þriðjudag. En til þess að faðir minn og móðir og allir góðvinir verði þeim mun glað- ari, viljum við, herra Katrín og ég, vinsamlega biðja yður um að útvega okkur að drykk eina tunnu af forláta öli og senda °kkur hana sem fyrst. Verði ölið ekki gott, legg ég þá refsing yið, að þér verðið að drekka það allt sjálfur. Ennfremur bið e§ þess, að þið hjónin verðið ekki fjarverandi, heldur komið •^eð fögnuði." Wittenbergbær gaf doktornum sínum til veizlunnar tunnu af öli 0g tuttugu gullpeninga. Og háskólinn sendi í brúðargjöf SlJfurbikar mikinn og gullbúinn. Sjálfur gaf Lúter Kötu sinni ðýran hring með krossmarki á og stórum roðasteini. En stærstu SJófina gaf Jóhann kjörfursti, því að hann fékk brúðhjónun- Urn klaustrið í hendur til íbúðar leigulaust. Svartaklaustrið við Elbu varð nú að prestsheimili. Þar hafði allt verið í óhirðu, en Katrín kom á röð og reglu. Munkastofan óimma varð að vistlegu herbergi, matsalurinn að eldhúsi, búri °2 vinnukonuherbergi, öll herbergin á efstu hæðinni íbúðar- erbergi fyrir kostgangara, sem Katrín seldi fæði í von um

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.