Kirkjuritið - 01.04.1953, Page 19

Kirkjuritið - 01.04.1953, Page 19
KATRÍN FRÁ BÓRA 85 Heimili þeirra Liiters og Katrínar. skriftafaðir huggað hann jafnvel og skörulega og konan hans. Stundum var það hann aftur á móti, sem sendi stórorð bréf ”til sinnar kæru eiginkonu, doktorsfrúar og meinlætamann- eskju í Wittenberg", eða „til hinnar heilögu og áhyggjufullu Katrínar Lúter“ og reyndi að telja í hana kjark: „Láttu Guð ^era umhyggju fyrir okkur, þ. e. varpa byrði hinni á Drottin. Hann mun vel fyrir sjá.“ Og þegar hann var orðinn leiður á löngum aðfinnsluræðum hennar, spurði hann: „Lastu Faðir v°rið fyrir prédikun? “ Eða: „Kemur nú ekki senn amen eftir Prédikun?“ Lúter hefir aldrei lýst hjónabandinu eins og paradís. Öllu heldur eins og skóla í ást og þolinmæði. Bæði hjónin áttu auð- sjáanlega sína galla. Því verður ekki neitað, að Katrín var all- elttþykk og ráðrík. Og eflaust á Lúter við það, þegar hann kallar hana ströngu húsmóðurina sína eða ávarpar hana í bréfunum: „Kæra herra Kata.“ En jafnframt játar hann það, ap hann vilji ekki skipta á drottningarvaldi hennar og konungs- riki Frakklands né tign og veldi Feneyja. Ber það vitni um éjúpa ást hans til hennar, að hann nefnir uppáhaldsrit sitt í iblíunni, Galatabréfið, Kötu sína. Og þegar hann horfði á myndina af henni, sem Lúkas Cranach hafði málað, sagði hann: 7

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.