Kirkjuritið - 01.04.1953, Page 21

Kirkjuritið - 01.04.1953, Page 21
KATRÍN FRÁ BÓRA 87 lenti í köldu síki. Þegar hún kom til Torgau, var hún orðin ^njög veik. Hún lá í þrjá mánuði sárþjáð, en bar þrautir sínar eins og hetja fram í andlátið fjórum dögum fyrir jól 1552. Síðustu orð hennar munu hafa verið þessi: „Ég ætla að halda mér eins fast við Krist og hrúðurkarl á kletti.“ Lík hennar var borið í ríkiskirkjuna í Torgau, og mælti Melanchton eftir hana. Kvað hann hana hafa þolað þungar faunir, en orðið mikillar náðar aðnjótandi. Böm hennar létu síðar reisa henni minnisvarða úr sandsteini og letra á hann: >.Anno 1552, 20. desember, sofnaði Katrín frá Bóra, ekkja doktors Marteins sáluga Lúters, sætt í Guði hér í Torgau.“ Lágmynd er umhverfis steininn. Sést Katrín þar í síðri kápu °g með húfu á höfði og heldur á Biblíunni opinni. Gáfur Katrínar voru svo miklar, kærleikur hennar og trú, að mynd hennar bliknar ekki við hlið Lúters. Morgunstjarna Wittenberg skín enn skært eftir fjórar aldir. Og aldrei mun slá fölva á minningu Katrínar frá Bóra. Hún var ein af mestu merkiskonum kristninnar. Á. G. þýddi. Ríki og kirkja í Jugoslavíu. Allmiklar deilur hafa staðið milli ríkisstjórnar Titos, ein- valda Jugoslavíu, og hinna ýmissu kirkjudeilda þar í landi, emkum þó katólsku kirkjunnar. Tito hefir, eins og aðrir kommúnistar, viljað veikja áhrif ^mkjunnar og lítur á hana sem leifar úrelts skipulags. I hinni nýju stjómarskrá landsins á þó að ríkja fullkomið trúfrelsi fyrir alla trúarflokka. En í reyndinni er þetta þannig, að kirkjurnar mega ekki hafa nein áhrif í fræðslu og uppeldis- ^alurn, nema innan síns þrönga hrings; afskipti af opinberum m‘alum mega kirkjunnar menn ekki hafa, og á allan hátt er reynt að draga úr áhrifum þeirra í þjóðlífinu. Þessi þróun (!) er í fullu samræmi við það, sem gerzt hefir í ndum þeim, þar sem kommúnisminn ræður ríkjum. Ó. J. Þ.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.