Kirkjuritið - 01.04.1953, Side 22

Kirkjuritið - 01.04.1953, Side 22
Séra Guðmundur Helgason prófastur. F. 3. sept. 1953. D. 1. júní 1922. Aldaiminning. Þegar ég er að renna huga mínum yfir sögu Reykholts og Reykholtspresta á liðnum öldum, verður séra Guð- mundur prófastur Helgason þar jafnan efstur á blaði, af honum hafði ég lika náin kynni í meira en tutugu ár. Eftir lát séra Þórðar Þórðarsonar í Reykholti var mikið rætt um það, hver hljóta myndi þetta góða brauð, að honum látnum. Þegar þau tíðindi bárust, að það væri Þór- hallur Bjarnarson frá Laufási, sem hnossið hlyti, þóttu það gleðitíðindi mikil. Við klerkinn og sálmaskáldið Björn Halldórsson í Laufási könnuðust þá margir, og af gáfum og glæsimennsku Þórhalls gengu þá margar sögur. Vorið 1884 var Þórhallur Bjarnarson vígður til Reyk- holts- og Stóraássafnaða. Ekki töldust þeir söfnuðir verða fyrir neinum vonbrigðum, þegar þeir litu hann og heyrðu í fyrsta sinni. Hann var þá 29 ára að aldri og nýkominn frá Hafnarháskóla. Þótti hann sóma sér vel og virðulega, bæði utan kirkju og innan. Var það í frásögur fært, þegai svo hálærður maður rétti höltum og sjóndöprum öreigum, sem að kirkju komu, hjálparhendur og leiddi þá til ssetis- Varð hann því strax dáður jafnt af háum sem lágum. En ekki var séra Þórhallur búinn að vera nema eitt sumar í Reykholti, þegar þau tíðindi bárust, að veitinga- valdið væri búið að samþykkja, að hann hefði brauða- skipti við séra Guðmund Helgason, sem þá var prestur a Akureyri.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.