Kirkjuritið - 01.04.1953, Page 25

Kirkjuritið - 01.04.1953, Page 25
ALDARMINNING 91 leyti sem bókfræðina snerti, en í heimilisiðnaði voru margir fjölhæfir. Sá maður, er um langan aldur hafði sett mest svipmót á búvenjur og vinnubrögð í nágrenni við Reykholt, var Magnús Jónsson á Vilmundarstöðum. Meðal annars lét hann sig aldrei vanta að kirkju án orsaka, þegar messu- dagar voru. Þrátt fyrir allt hans vinnukapp rækti hann helgi hvíldardagsins og studdi með því að hinni gömlu og góðu kirkjurækni. Þegar hér var komið sögu, var Magnús hættur að búa, en þó ern og sívinnandi, eins og hann hafði verið alla ævi. Gaf hann holl ráð þeim, sem til hans leituðu. Þótti Reykholtsprestum ekki síður en öðrum gott að eiga hauk í horni, þar sem Magnús á Vilmundarstöðum var. Þeir, sem mestu réðu um safnaða- og sveitamál í Reyk- holtsprestakalli á þessum árum, voru synir Magnúsar á Vilmundarstöðum. Þeir voru allir stórefnaðir þændur og bjuggu á beztu jörðunum í prestakallinu. Hannes bjó í Deildartungu, Jón í Stóraási, Þorsteinn á Húsafelli, Einar á Steindórsstöðum og Sigurður á Vilmundarstöðum. Ég verð að geta hér allra þessara Vilmundarstaðafeðga í sambandi við komu síra Guðmundar Helgasonar að Reyk- holti, því að kirkjurækni þeirra og helgidagahald var svo sterkur þáttur í því að halda safnaðarlífinu vakandi og láta Prestinn sjá það og finna, að kirkjustörf hans væru bæði virt og vel þegin. Allir voru þeir feðgar íhaldssamir og varfærnir í fjármálum. Var það heillavænlegt, að í hóp böirra bættist ungur og fjörugur hugsjónamaður, sem Slseddi áhuga fyrir öllu því, sem betur mátti fara og til heilla horfði. Ekki varð á betri mann kosið í þeim efnum en séra Guðmund Helgason. Þá er enn ótalinn sá maður, sem kom mikið við opinber mál í Reykholtssóknum á þessum árum, en það var Þor- steinn Árnason á Hofsstöðum. Ég get ekki gengið fram hjá því að skrifa hér nöfn þeirra manna, sem mestu réðu í sveita- og safnaðarmálum, hegar séra Guðmundur kom að Reykholti, og urðu hans

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.