Kirkjuritið - 01.04.1953, Síða 28

Kirkjuritið - 01.04.1953, Síða 28
94 KIRKJURITIÐ Því aðeins væru það Hálssveitingar og Reykdælingar, sem hefðu hennar mest not, og úr þeirra vasa yrði féð að koma. Þegar séra Guðmundur Helgason kom að Reykholti, var þetta brúarmál búið að vera nokkur ár á döfinni og sýndist að mestu kulnað út. Samt var Þorsteinn á Húsafelli ekki af baki dottinn, og Þorsteinn á Hofsstöðum fylgdi honum að málum. En séra Guðmundur blés nýju lífi í þetta mál. Hann hafði frétt af því, að Einar Guðmundsson bóndi á Hraunum í Fljótum hefði lagt brú yfir árgljúfur í Norður- landi og orðið frægur fyrir. Hugsanlegt þótti að leita til Einars í þessu brúarmáli. Varð það úr, að síra Guðmundur skrifaði honum lýsingu af öllum aðstæðum þessu máli viðvíkjandi. Skrifaði Einar aftur og leit hann svo á, að þetta væri framkvæmanlegt. Bauð hann þessu máli, fyrir orð séra Guðmundar, liðsinni, bæði með kostnaðaráætlun og smíði, þegar allt væri undirbúið. Urðu þau endalok í þessu máli, að vorið 1891 var allt efni flutt að brúarstæð- inu. Það sama sumar, á slætti, tók Einar á Hraunum sig upp frá búi sínu og reið fyrst í Reykholt, þar sem honum var vel fagnað af séra Guðmundi, sem þá var orðinn bæði prófastur og höfðingi héraðsins. Þorsteinn Árnason bóndi á Hofsstöðum og Árni smiður sonur hans voru þá til reiðu að ganga í lið með Einari við brúarsmíðið, sem gekk bæði fljótt og vel og slysalaust að öllu. Þetta var fyrsta brúin, sem byggð var í Borgarfirði. Þótti það afrek á þeim árum, þegar á það var litið, hve aðstaðan var erfið með aðflutn- inga og önnur vinnubrögð. Þegar smíði brúarinnar var lokið, var forvígismönnum þessa máls klappað lof í lófa fyrir að hafa hrundið í framkvæmd slíku happaverki, en til þess var sú eina leið, sem síra Guðmundur valdi, hvað smíðið snerti. Átti hann því miklar þakkir fyrir liðveizlu í því máli. Barnafoss-brúin er nú fimmtíu og sjö ára gömul og elzta brú á Suðurlandi. Er hún þegjandi vottur þess, að hér voru þá menn, sem horfðu fram og brutu ísinn fyrir eftirkomendur sína. Allt snerist þessum prófastshjónum í Reykholti til gæfu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.