Kirkjuritið - 01.04.1953, Side 31

Kirkjuritið - 01.04.1953, Side 31
ALD ARMINNIN G 97 skorizt. Síðan eru ýmsir að halda því fram, að henni hlífi hulinn verndarkraftur, ekki síður en Gunnarshólma. Vel þótti kirkjusmíðið af hendi leyst og afköst Ingólfs rnikil að sama skapi. En störfum hans í Reykholti var ekki þar með lokið. Gömlu kirkjuna keypti séra Guðmundur til rifs, og lét Ingólf smíða úr henni vandaðan bæ í stað hins gamla og gisna bæjar. Máttarviðir hinnar gömlu kirkju reyndust þá með öllu ófúnir og úrvalsefni. Eftir tveggja ára dvöl í Reykholti var Ingólfur búinn að byggja þar frá grunni bæ og kirkju. Sýndist því koma hans á staðinn engin erindisleysa, þótt fleira hefði ekki fylgt en verka- iaunin. Síðar kom í ljós, að dvölin í Reykholti varð Ingólfi, eins og fleirum, happasæl og örlagarík. Það voru einu heimavistarskólarnir í þessu nágrenni í Reykholti og á Gilsbakka, meðan þeir frændur, séra Guð- mundur Helgason og séra Magnús Andrésson, stýrðu þar blómabúum og voru á bezta skeiði ævinnar. Munu flest þeirra hjú telja það lífshamingju að hafa notið þar fræðslu °g handleiðslu. Þessu til sönnunar tek ég hér lítinn kafla úr bókinni Árblik og aftanskin, eftir Tryggva Jónsson frá Húsafelli, en hann var vinnupiltur í Reykholti, þegar hann var innan við tvítugsaldur. Hann segir: »Eitt þótti mér merkilegt við komu mína að Reykholti, sem ég gat aldrei til fullnustu skilið. En það var hin sér- staka alúð og umönnun, er prófastshjónin sýndu mér. En sérstaklega þó séra Guðmundur. Kom það oft fyrir, að hann kallaði á mig inn í stofu sína og talaði við mig um alla heima og geima. Stundum tók hann mig með sér út a hlað á kvöldin í heiðskíru veðri og fræddi mig um greini- legustu stjörnur og gang himintungla — og svo margt í hinu dásamlega sköpunarverki alheims. Hann talaði af svo flaikilli hrifningu og lífsfjöri, að það hlaut að koma mér til að gleyma allri hugsýki í bili, taka þátt í tali hans og spyrja margra spurninga, sem hans skarpa vit og löngun til að fræða leysti úr með innilegri gleði og ánægju. Hon- Urn virtist þykja vænt um spurningar mínar og vildi hafa

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.