Kirkjuritið - 01.04.1953, Side 34
100
KIRKJURITIÐ
Guðrún systir séra Guðmundar, sem tók við bústjórn að
frú Þóru látinni, lézt þá litlu síðar. Á þeim sömu árum
kenndi hann sjálfur heilsubilunar. Þetta hafði þær afleið-
ingar, að prestsskap hans hlaut að verða þar með lokið.
Ekki var honum sársaukalaust að skilja við Reykholt, hjú
sín og sóknarbörn, því að bæði þá og síðar leit hann svo
á, að þar hefði hann lifað sín beztu æfiár.
Svo var og um söfnuði hans í Reykholti og Stóraási, að
mikið skarð þótti fyrir skildi, þegar hinn mikilhæfi klerk-
ur var fluttur þaðan á braut. Voru honum að skilnaði
haldin samsæti af báðum þeim söfnuðum og leystur út
með vingjöfum; var slíkt þó ekki orðið vanalegt á þeim
árum.
Reykjavík hefir löngum orðið síðasti áfangastaður presta
og annarra embættismanna, sem þreyttir hafa verið á
dvalarstöðum í sveitum eða sjávarþorpum. Svo var það
um séra Guðmund, að þangað leitaði hann frá Reykholti,
og þar tók hann við stjórn Búnaðarfélags fslands. Fylgdi
honum þar sem annars staðar hin frábæra reglusemi í
öllum greinum.
Þótt Reykjavík eigi margt gott að bjóða, leita hugir
flestra þangað, sem beztu starfsárunum var eytt. Svo var
það um séra Guðmund, að hlýjar voru kveðjusendingar
hans og vinabréf til okkar hans gömlu sóknarbarna. Var
okkur þá bæði ljúft og skylt að launa slíkt í sömu mynt-
Það mátti segja hið sama um þá frændur báða, í Reyk-
holti og á Gilsbakka, að flestir þeir menn, sem báru gæfu
til þess að kynnast þeim, yrðu fyrir það að ýmsu leyu
meiri og betri. Og vart get ég skrifað svo nafn annars
þeirra, að hins sé þá ekki líka að nokkru getið. Það ei
líka svo margt sameiginlegt í ævisögum þeirra. Þeir bua
samtímis i einu fegursta héraði landsins, á friðartímum
og við ágætan fjárhag. Þeir eru báðir prófastar í Borgai'
fjarðarhéraði og njóta óskiptra vinsælda héraðsbúa. Og
að loknu heiðarlegu ævistarfi fá þeir að kveðja heimirm
áður en ellin verður þeim ofraun, og það á sama sumn-