Kirkjuritið - 01.04.1953, Page 39

Kirkjuritið - 01.04.1953, Page 39
Séra Böðvar Bjarnason frá Hrafnseyri. 18. april 1872 — 11. marz 1953. Séra Böðvar, prófastur á Hrafnseyri, átti erfðir að sækja til sterkra stofna. Faðir hans var óðalsbóndinn landskunni, Bjarni Þórðarson á Reykhólum, en móðir Þór- ey Pálsdóttir, kona Bjarna, ekki siður kunn. Um ættir séra Böð- vars er margt skrifað, og skal ekkert af því rakið hér. Faðir hans var einhver mesti atorku- ^aður í bænastétt sinnar kyn- slóðar og lagði gjörva hönd á flest, er hann snerti við (silfur- smíði, söðlasmíði o. m. fl.), en húið á Reykhólum eitt hið mesta hór á landi í þann tíð. Systkina- hópurinn var stór og heimilið fjölmennt. Samvistirnar við hinn úásamlega lífheim í fjöllum og eyjum, fagur fjallahringurinn, margs konar leikir og fjölhæf störf hafa mótað hinn unga mann frá blautu barnsbeini. Hann óx úr grasi þar, sem hátt var til lofts og vítt til veggja. Séra Böðvar var settur til mennta. Hann útskrifaðist Sem stúdent frá Latínuskólanum í Reykjavík hinn 30. júní 1897 og sem kandídat í guðfræði frá Prestaskólanum rétt- Um þremur árum síðar, hinn 16. júní 1900. Það mun hafa le§ið allfjarri lund séra Böðvars að „kurera“, enda var hann ekki í tölu þeirra, sem tóku háar einkunnir í skóla. Séra BöSvar Biarnason.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.