Kirkjuritið - 01.04.1953, Side 48

Kirkjuritið - 01.04.1953, Side 48
114 KIRKJURITIÐ Og hann spurði: „Hvaða skyldur skapar þetta viðhorf kristinni hjúkrunarkonu?" Svo leitaðist hann við að svara þeirri spurn- ingu. Ég nefni þetta til þess að sýna, hvernig hjúkrunarsystumar leitast við að láta allt sitt starf miðast við viðhorf og aðstæður nútímans. Þetta verður að nægja um þessar merku stofnanir, og er þó flest ósagt, sem ég hefði viljað segja. Þá sný ég mér að Menighedsplejen, eða safnaðahjálpinni. Allir söfnuðir í Kaupmannahöfn og flestir söfnuðir í Dan- mörku halda uppi á sínum vegum líknarstarfsemi. Hve gamalt þetta starf er, veit ég ekki, en það er orðið mjög gamalt. Til þess að stjórna þessari starfsemi er kosin sérstök líknarstarfs- nefnd í hverjum söfnuði, auk hinnar venjulegu sóknamefndar. Sóknarpresturinn er sjálfkjörinn forseti líknarstarfsnefndar. Líknarstarf safnaðanna er rekið á breiðum grundvelli, og er víðtækt mjög. Aðallega hugsar safnaðahjálpin þó um heimilis- hjúkrun. Flestir söfnuðirnir ráða til sín vígðar diakonissusystur til þess að hafa á hendi heimahjúkrunina. „Væru ekki diakon- issustofnanirnar, væri ekki hægt að hafa þessa heimilishjálp á vegum safnaðanna,“ sagði einn aðalmaður safnaðahjálpar- innar við mig. í Kaupmannahöfn og nágrenni hennar hafa allir söfnuðirnir myndað með sér samband um líknarstarfið. Það heitir: ,Pe samvirkende Menighedsplejer". „Samstarf safnaðahjálpar" gæt_ um vér kallað það á íslenzku. Þetta samstarf var stofnað 1- október 1902. Samstarf þetta er mótað að mestu leyti af hinum duglega og árvakra fyrrverandi forseta þess, dr. theol. Alfred Jörgensen, sem margir íslendingar kannast vel við. Er hann kunnur hér og um alla Evrópu fyrir sitt mikla mannúðarstarf í síðustu heimsstyrjöld og á neyðartímunum eftir hana. Dr. theol. Alfred Jörgensen sagði mér margt fróðlegt og skemmtilegt um starf safnaðarhjálparinnar í samtölum, er eg átti við hann. Meðal þess, sem hann sagði, var það, að samstar líknamefnda safnaðanna hefði verið óhugsanlegt, ef Diakon- issustofnanimar hefðu ekki verið. Hann sagði mér einnig, að þrátt fyrir þetta samband, sem söfnuðirnir hefðu myndað, værl samt hver safnaðarhjálp sjálfstæð heild innan sambandsins.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.