Kirkjuritið - 01.04.1953, Page 55

Kirkjuritið - 01.04.1953, Page 55
KIRKJUVALD Á ÍSLANDI 121 gaum, að nokkurrar óvildar í garð kirkjunnar hefir gætt frá löggjafarþingi þjóðarinnar á ýmsa lund og ekki óal- Sangt, að löggjafar allmargir telji sér það til hróss, að vinna henni ógagn. Er þá alvarlega komið hag hverrar stofnunar, sem slíka æðstu stjórn á yfir sér. Smám saman hefir hið opinbera tekið til sín allar eignir kirkjunnar, og er nú ekkert eftir skilið nema nokkrar Prestssetursjarðir og mjög margar þeirra stórlega skertar. Má og raunar um það segja, að slíkt hafi að mestu farið fram í samráði við tilsjónarmenn og ráð kirkjunnar sjálfr- ar. En þá vitanlega svo til ætlazt, að ríkið tæki að sér að sjá um þarfir kirkjunnar, enda mælir stjórnarskráin sjálf svo fyrir um. Þetta hefir þó ekki verið haldið betur en svo, að á milli 20 og 30 prestssetur eru með öllu óhýst og enginn mögu- leiki fyrir prest að setjast þar að. Eru fjárveitingar jafnan m3'ög við neglur skornar til að fullnægja þessari frum- starfsþörf kirkjunnar. Ekkert fé er veitt til viðhalds eða Oygginga kirkjuhúsa, þótt enginn skóli og ekkert annað samkomuhús með þjóðinni sé reist án stórfelldra framlaga hins opinbera. Ekkert fé er veitt til frjálsrar starfsemi, sem stofnun eins og kirkjunni er þó nauðsynlegt að reka meira °g minna. Oftar en einu sinni hafa komið fram frumvörp um að skerða stórlega starfskrafta hennar, um leið og vitað er, að þeir hafa verið stórauknir á öllum öðrum sviðum, með hverju ári. Og nokkuð hefir verið að þessari skerðingu starfskrafta gert, og það ekki svo lítið. Og nú á síðasta Alþingi er kirkjunni boðið upp á lög- SJöf, sem alveg er óhætt að fullyrða, að engum löggjafa, sem nú á sæti á Alþingi, hefði til hugar komið að bjóða °ðrum aðila eða annarri stofnun upp á hér á landi. Á ég har við lögin um leigunám á hluta prestssetursjarða, Segn vilja ábúanda og kirkjustjórnar. Er ráðherra heimil- að að taka leigunámi til nýbýlastofnunar meira eða minna

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.