Kirkjuritið - 01.04.1953, Síða 56

Kirkjuritið - 01.04.1953, Síða 56
122 KIRKJURITIÐ af landi prestssetranna, ef þær teljast ekki fullnytjaðar af ábúanda, og sjálfsagt eru fáar jarðir hér á landi, sem það er hægt að segja um. Engan veginn skal ég halda því fram, að ekki megi skipta jörðum, og prestssetur þar ekki undanskilin, til að stofna ný býli og auka ræktun landsins. Slíkt er svo sjálf- sagður hlutur, að óþarft er um að deila. Þetta hefir þá líka verið framkvæmt i allstórum stíl undanfarið, bæði á prestssetrum og öðrum jörðum. — En að lög séu sett um réttleysi prestssetranna einna í þessum efnum, er svo fáránlegt, að furðu gegnir. Það má taka mikinn hluta af jörð, sem presti hefir verið veitt, hvenær sem einhverjum kirkjumálaráðherra byði svo við að horfa, og afhenda það manni, sem presturinn óskaði ekki eftir að hafa í nábýli við sig. Því að augljóst er, að svo myndi vera þar, sem maður er skikkaður inn á jörð hans gegn vilja hans. Og það þarf ekki að fá samþykki biskups, sem annars er æðsti tilsjónarmaður kirkjunnar og eigna hennar, og ber því hrein og klár embættisskylda til að gæta hagsmuna hennar og meta hverju sinni, hversu með eignir hennar og fjárreiður skal fara. Það á ekki einu sinni að leita um- sagnar hans og álits. Með öðrum orðum, það er ekki sjón- armið og þarfir kirkjunnar, sem taka á til greina, þegar farið verður að úthluta einhverjum og einhverjum hluta af prestssetrunum, og ekki má þar heldur taka til greina, hvað löglegur ábúandi telur sér henta. Það væri í raun og veru gaman að vita, í hvers heila þetta frumlega fóstur í íslenzkri löggjöf er upp sprottið. En eitthvað er það í ætt við það, sem manni gæti dottið í hug að kirkjulöggjöf austan „Járntjalds" leyfði sér. Ef þetta er nauðsynlegt og æskilegt, því er þá löggjöf þessi ekki látin ná til allra jarðeigna í landinu, eða a. m. k. þó til allra opinberra jarðeigna? — Fjöldi opinberra jarða eru ekki fullnytjaðar, sumar alveg ónytjaðar, og svo el' einnig um jarðir, sem eru í bændaeign. Og ekki verður með neinum rétti því fram haldið, að erfiðast hafi verið
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.