Kirkjuritið - 01.04.1953, Side 58

Kirkjuritið - 01.04.1953, Side 58
124 KIRKJURITIÐ Hann tekur til dæmis, að prestssetur væri þannig byggt, að prestur sæti á nokkrum hluta þess og bóndi á hinum. Ef nú bóndinn situr betur sinn hluta en presturinn, finnst honum sjálfsagt, að aukið verði við bóndann en minnkað við prestinn. Ekki minnist hann á, að rétt væri að beita reglu þessari öfugt, ef svo færi, að prestinum færist betur búnaðurinn. Og þó væri bóndinn með miklu tryggari ábúð en presturinn. — Það á með öðrum orðum að gera prest- inn sem allra réttlausastan og það svo, að óhugsandi væri að öðrum væri slíkt bjóðandi. Og ætli ábúð jarða færi ekki að verða nokkuð skrítin í landinu, ef færa ætti til jarðnæði milli ábúenda stöðugt eftir því, hver sæti bezt jörð sína. Það yrðu góð lög fyrir fjársterka menn úr kaupstöðum landsins. Þeir gætu keypt eitt lítið kot í ein- hverri sveit, lagt í það fjármagn til fullrar ræktunar fljót- lega og heimtað svo jarðnæði sitt aukið á kostnað ná- grannans, sem máske hefði ekki haft úr eins miklu að spila við búskap sinn. — Og alveg er víst, að bændur landsins myndu aldrei samþykkja slíka ábúðarlöggjöf sér til handa, og láir þeim enginn. En ef hún er óhæf fyrir aðra búendur landsins, þá er hún það líka fyrir presta þá, sem búa vilja, þeir verða þó einhvern rétt að hafa tryggð- an yfir jörðum sínum, eila mun fáa þeirra fýsa til bú- skapar. Prestastéttin og kirkjan mun aldrei kvarta undan ÞV1 að hlíta sömu lagasetningum og aðrir þegnar og stofnani1’ í landinu. En hitt ætti að vera henni jafnsjálfsagt, að láta aldrei setja sér lög og skyldur, sem enginn annar laetur bjóða sér eða vildu hiíta. Ef hún gerir það, er hún að bregðast sjálfri sér og þá um leið því málefni, sein hún vill þjóna. Ef slíkar lagasetningar sem þessi fást ekki leiðréttar eða að engu gerðar í framkvæmd, þá á kirkjan hér í land1 engan annan kost, að mínum dómi, en fara að vinna af fullum áhuga og samtakamætti sínum að opinberum mál- um og löggjöf með þjóð sinni, og það af fullri raunhsefm

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.