Kirkjuritið - 01.04.1953, Side 61

Kirkjuritið - 01.04.1953, Side 61
SJÓNLEIKIR OG TRÚARBRÖGÐ 127 hinar furðulegustu trúarhugmyndir ýmist keppa hver við aðra eða blandast saman, svo að erfitt verður að átta sig a, hver sé hinn rauði þráður hellenskrar trúarstefnu. Þó ma finna þungan undirstraum í eina átt. Ekki aðeins í Hellas, heldur alls staðar um hinn austræna heim má kenna sameiginlega drætti þessarar flóknu myndar, sam- eiginlega tilhneigingu, sem síðan kemur fram í svipaðri trúrænni iðkun. Á ég þar við mysteríurnar eða hinar svo- nefndu launhélgar. Launhelgarnar eru oss þó ekki kunnar, nema að litlu leyti. Þær voru ekki ætlaðar öllum almenn- lr*gi, án undirbúnings eða skilyrðislaust. Þarna var um að ræða leynifélög, sem iðkuðu sína helgisiði og áttu sín fraeði, sem voru vandlega varðveitt, og enginn fékk að hnýsast í, sem ekki tilheyrði reglunni. Fræðimenn hafa því lítið sér til leiðbeiningar annað en mola, sem fallið hafa af borðum fortíðarinnar, stakar goðamyndir, brot úr áletr- unum, táknum og myndum. Svo mikið vita menn þó, að Þarna hafa farið fram táknrænar athafnir, sem áttu að hafa þann tilgang að gera manninn að þátttakanda í sögu *)ess guðs, sem launhelgin grundvallaðist á, og gefa honum hlutdeild í þeim gæðum, sem samfélagið við guðinn eða Syðjuna átti að veita. Það er utan við minn verkahring að skýra nánar frá 01nstökum trúarkerfum, sem hvert fyrir sig voru uppi- staðan í helgu siðakerfi. Þó verður ekki hjá því komizt, gefa lauslega hugmynd um, hver verið hefir megin- ngsun launhelganna, eftir því sem fræðimenn bezt þykj- Ust vita. I fyrstu grein minni gat ég lauslega um hina anversku goðsögn um Baal og egypzku sögnina um Ósiris. ar var lýst á táknrænan hátt baráttunni milli lífs og auða, ljóss og myrkurs. 1 launhelgunum virðist einmitt betta sama hafa verið grundvallaratriðið. Guðir, sem upp- laflega eru frjósemisguðir og hin ytri náttúra á líf sitt hndir, eru nú tengdir við líf og dauða í mannheiminum. elgileikurinn verður að táknrænum helgisiðum, með ýms- Um taknrænum athöfnum. Þar er grátið, harmað og glaðzt.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.