Kirkjuritið - 01.04.1953, Side 71

Kirkjuritið - 01.04.1953, Side 71
íslenzki fáninn við fermingar. Islenzki fáninn er tákn lands og þjóðar, laun margra alda karðfengis þróttmikils kynstofns og árangur langrar þjóðernis- karáttu hinna ágætustu Islendinga. Hann er sameiningartákn. Hinni ungu kynslóð er fengið þetta merki í hendur, til þess að bera það með sigri og sæmd inn i framtiðina. Tilfinningar barna og ungmenna eru næmar, og þess eru mörg dæmi, að auðvelt er að vekja hjá þeim ást til lands sins og þjóðar. Það, bvernig hin unga kynslóð heldur á merki þjóðarinnar, er *ujög undir því komið, með hvaða tilfinningmn henni er fengið það í hendur. Eitt^f því, sem háð hefir íslenzku þjóðinni á síðustu ára- tugum, er virðingarleysi fyrir því, sem þjóð vorri hefir verið st3Tkur í stríði aldanna — virðingarleysi fjölda fólks fyrir guðstrú, svo jafnvel margir hinna snjöllustu manna og ritfær- þstu hafa þózt meiri menn fyrir að traðka á því, sem þjóð- mni hefir verið heilagt, virðingarleysi fyrir fornum dyggð- t*10? þjóðlegum siðum og landslögum, virðingarleysi fyrir fengnum auði. Erlendir straumar og áhrif úr austri og vestri kafa ráðið þar mestu um. En ískyggilegt ástand síðustu ára lefir vakið menn mjög til umhugsunar. Það ætti að vera eitt aðalhlutverk skólanna að glæða tilfinningu ungu kynslóðar- mnar fyrir því þjóðlega og vernda það, sem íslenzkt er, mál °g minjar. Æskan hefir meiri þörf fyrir vekjandi áhrif en þurran lærdóm, og mundi taka slíku með meiri fögnuði. I marzmánuði fyrra árs flutti kennari einn eftirtektarvert utvarpserindi, þar sem hann benti réttilega á, að meira sam- starf þyrfti að vera milli kirkjunnar manna og kennarastéttar umdsins. Einn af prestum íslenzku þjóðkirkjunnar, séra Jón f'uðjónsson á Akranesi, hefir sýnt athyglisverða viðleitni i pessa átt. Hann leitast einnig við að koma þjóðlegu sniði á

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.