Kirkjuritið - 01.04.1953, Side 75

Kirkjuritið - 01.04.1953, Side 75
Samtíningur utan lands og innan. Hvað á ég að gera til þess að fá nýtt líf, þó ekki væri nema smávegis tilbreytni, í kirkjurnar í mínu prestakalli? Þannig held ég, að flestir eða allir prestar hljóti einhvern tíma að hafa spurt sjálfa sig. Hér verður vitanlega ekki gefin nein lausn á vandamáli, aðeins svar, sem liggur nokkurn veginn í augum uppi og við hér í V.-Skaft. höfum prófað í reyndinni. * Á héraðsfundum eiga prestarnir að koma sér saman um og skipuleggja heimboð góðra manna í prófastsdæmið — presta eða leikmanna. Þeir eiga að koma í prestaköllin, helzt allar soknir, prédika þar, hafa bænasamkomur o. s. frv. Fæst pró- fastsdæmin eru svo stór, að ekki væri hægt að komast yfir þau á 2—3 vikum. Þetta hefir góð áhrif bæði á söfnuðina — °g ekki síður prestinn. Fyrir því hefi ég reynslu, eins og fyrr segir. * Við síðustu almennar kosningar í ísrael fengu kommúnistar 42 % af greiddum atkvæðum í Nazaret. Aðalfylgi þeirra er talið vera hjá Aröbum og grískkaþólskum mönnum. Meðal beirra er bæði fátækt og atvinnuleysi. * Góðtemplarar hér á landi eru hlutfallslega fleiri heldur en 1 öðrum löndum. Samtals eru hér í stúkum tæplega 10400 J^anns. Þar af er röskur helmingur í barnastúkum. Engin stétt e ir stutt bindindismálið eins vel og prestarnir. Bæði fyrrver- andf °S núverandi stórtemplar eru prestar.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.