Kirkjuritið - 01.04.1953, Page 76

Kirkjuritið - 01.04.1953, Page 76
142 KIRKJURITIÐ Að frumkvæði héraðspró- fastsins, sr. Jóns Þorvarðsson- ar, buðum við séra Friðrik Friðrikssyni dr. theol. heim hingað í prófastsdæmið vorið 1950. Hann prédikaði í 6 kirkj- um af 8; höfðum við öll, sem hittum hann og heyrðum, af því blessun og uppbyggingu- Þessi heimsókn tókst ágæt- lega. Hér var líka á ferðinni afburðamaður, kann einhver að segja. Rétt er það að vísu. En ekki er allt undir því kom- ið, hver maðurinn er, sem við bjóðum heim, heldur líka okk- ur sjálfum, starfi okkar og undirbúningi. Með Guðs hjálp og góðum vilja getur hver, sem fyrir valinu verður, orðið starfi okkar til gagns og blessunar. Bræður góðir! Takið þetta til athugunar á héraðsfundum nu í ár. — * Voltaire spáði því, að innan eitt hundrað ára mundi Biblían verða úrelt bók og af engum lesin. Nú er Biblíufélag til húsa þar, sem Voltaire bjó, og á hverri sekúndu sem líður kemur eitt eintak af Biblíunni úr pressunni. * Fimm aðalástæður að hrörnun og falli Rómaveldis, segir Gibbon, að hafi verið þessar: 1) Fjölgun hjónaskilnaða. Með þeim var grafið undan virð- ingu og helgi heimilisins — grundvöllurinn sjálfur eyði' lagður. 2) Síhækkandi skattar, sem fóru í brauð og leiki handa al- múganum.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.