Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.09.1973, Side 20

Kirkjuritið - 01.09.1973, Side 20
getið sér hið ágœtasta orð í starfi sínu og viljum vér óska og biðja þess, að heilsa hans leyfi honum að takast á hendur prestsskap að nýju sem fyrst. Honum og konu hans, frú Önnu Sig- urkarlsdóttur, og börnum þeirra send- um vér bróðurkveðjur með þeirri ósk og bœn. Sr. Friðrik A. Friðriksson, fyrrum sókn- arprestur á Húsavík og prófastur í Suður-þingeyjarprófastsdœmi, tók að sér 1. maí 1964 að þjóna Hálspresta- kalli, sem enginn hafði sótt um. Síð- an þjónaði hann þessu kalli sem sett- ur prestur til 1. nóv. 1972. Lengur taldi hann sér ekki fœrt að gegna embœttinu, enda orðinn rúmlega hálf- áttrœður. Hafa þau hjónin, frú Gertrud og sr. Friðrik, að verðleikum uppskor- ið mikið þakklœti Fnjóskdœlinga fyrir veru sína og störf á meðal þeirra þessi ár. Þökk sé þeim og blessi Guð þeim ókomna daga. Sr. Bernharður Guðmundsson, œsku- lýðsfulltrúi, var ráðinn til starfa við útvarpsstöð Lútherska Heimssam- bandsins í Addis Abeba. Var til skilið, að hann tœki við því starfi í marz. Það var gefið eftir, þótt þriggja ára ráðn- ingartími hans í embœtti œskulýðs- fulltrúa vœri ekki á enda fyrr en 1. ágúst. Að tillögu œskulýðsnefndar þjóðkirkjunnar var starfi œskulýðsfull- trúa ráðstafað til bráðabirgða fram til þess tíma og hafa þrír nefndarmanna skipt með sér starfinu gegn þeim launum, sem œtluð eru œskulýðsfull- trúa. Vér þökkum sr. Bernharði ötula og farsœla framgöngu í því starfþsem hann hefur nú kvatt. Ráðning hans er- lendis er til þriggja ára. Kirkja íslands er aðili að útvarpsstöðinni í Addis Ab- eba, eins og aðrar kirkjur ! Lútherska Heimssambandinu. Minnumst þeirrar mikilvœgu stofnunar í bœnum vorum og hins íslenzka fulltrúa þar, sem og annarra íslendinga, sem þjóna rödd fagnaðarerindisins í Eþíópíu. Sr. Jónas Gíslason, sóknarprestur 1 Grensásprestakalli í Reykjavík, hefur verið skipaður lektor í kirkjusögu við Guðfrœðideild Háskólans frá 1. júlí nk., en hann hefur að undanförnn gegnt kennslu í þeirri grein sem ad- junkt, jafnhliða prestskap sínum. Hans er saknað af sóknarmönnum, sem hefðu viljað njóta hans lengur að. En kirkjunni vinnur hann áfram, þótt á nýjum vettvangi sé. Megi blessun fylgja störfum hans. Aðrar breytingar Þá er að geta þessara breytinga: Sr. Sigurður H. Guðmundsson, Rey^' hólum, var að eigin ósk settur frá sept. 1972 til að vera sóknarprestui" 1 Eskifjarðarprestakalli. Var hann skip aður í það embcetti 1. maí s. I. Sr. Jóhann Hlíðar, Vestmannaeyiurri' var skipaður annar prestur í prestakalli í Reykjavík 1. október 197 Sr. Jóhannes Pálmason, Stað í andafirði, var skipaður sóknarprestu í Reykholtsprestakalli 1972. 1 nóvem ber 210

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.