Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.09.1973, Page 44

Kirkjuritið - 01.09.1973, Page 44
myndaleiklist. í andlegu hungri sínu leifaði Lúther til þrautar — og lét hýðið vera hýði. Lúther gefur lýsingu á því, sem gerðist. „Þetta höfum vér gert. Þegar vér fundum alla hluti myrkvaða af páfanum með mannasetningum hans, hulda þykku ryki og köngulóarvef og óhreinindum alls konar, þá höfum vér fyrir Guðs náð dregið þá fram að nýju, hreinsað burt óhreinindin, þurrkað rykið af, fœgt þá og dregið fram í dagsljósið, svo að þeir skína skœrt og hver maður geti séð, hvað fagnaðarboðskapurinn er — og skírnin, sakramentið, lyklavaldið, bœnin og allir þeir hlutir, sem Kristur hefir gefið oss — og hvernig þá skuli hagnýta til sáluhjálpar." Vegna þess verks, sem siðbótar- maðurinn vann, var kallaður til að framkvœma, þá njótum vér svo miklu hagstœðari skilyrða en hann, að ekki er mögulegt að líkja þeim saman. En einnig á vorum tímum eru trúarbrögð- in innhjúpuð í óskiljanleg skólaspeki- leg og undarleg orð, orð og aftur orð. Hvað þýða þau eiginlega? Þýða þau nokkurn skapaðan hlut? Lúther á sjálfur sinn hlut í sökinni á þessu. Frœgur samtíðarmaður hans 'itaði: ,,Það, sem Lúther talaði vel, talaði enginn maður betur." En Lúther var bundinn af sinni tíð og takmörk- unum hennar. Ótcekilegar hugmyndir komust inn (í sum rit hans). Og líkt sem aðrir spámenn varð Lúther að þola þá smán, að eftiraparar festu sig i bókstafnum án hœfni til að láta frelsast af náðinni eða án þess að nenna að frelsast. Eitt hinna fáu mikilmenna í and- ans heimi, kallaður til að rúma him- inn og helvíti í sinni sál, er síðan íklœddur loðmollulegum skólalœr- dómsbrag. Þvílíkum skrúða hendir hann af sér. Alvarlegra er, að heimsmyndin er orðin önnur. Kirkjan lœtur einatt svo, sem þessi breyting hafi ekki átt ser stað. Með alheimshugmyndinni hefir guðshugmyndin — ef ég má leyf° mér að tala eins og dári — stœkka^ hvað vídd snertir, jafn vissulega og innihald hennar getur ekki orðið dýpra en það er í fagnaðarerindiný. Menn lifa einn við annars hlið a tveimur tímaskeiðum. í augum þeirra, sem hafa orð'ð fyrir því, að hin gamla heimsmyn * hefir verið sprengd, er ýmislegt 1 hinum venjulega kenningarmáta, sem tjáir sig sem myþólógi og skólaspe^1' fremur til þess fallið að hjúpa vilja Guðs og fyrirheit en til að opin bera þau. Aðeins fáeinir eiga þann hœfileika að sjá hið raunveruleg0 því, sem forgengilegt er. Það er ekki meiningin að mann eskjan þurfi að stúdera guðfrœði oð sögu og lœra til hlítar eins konal heilaga mállýzku til þess að hey|ð tal Guðs til sálarinnar. Líkt og Lúthe á sínum tíma verðum vér á voron1 tímum að kvarta undan því, að fo9n aðarboðskapurinn stendurekki í ^1°^° stikunni, heldur þarf mörg alvore sál að leita að því undir mcelike^ Ekki mœli ég með neinni nútín1^ skólaspeki sem Ijósastiku. En nrn sálarvinnu þarf til að gera gls^i ■ skap Krists og siðbótarinnar aðgen^, legri leitandi sálum en hann er svo segja mœtti um boðun kirkjon 234

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.