Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.09.1973, Page 84

Kirkjuritið - 01.09.1973, Page 84
vakir, alveg eins og þeim vœri ekki jafn skylt að vaka yfir málstað ná- unga síns og sínum eigin. Þannig láta þeir viljandi málstað náunga síns verða undir, þótt þeir viti, að hann sé réttur. Svo almennt er nú þetta böl, að ég óttast, að ekki eigi sér stað það réttarhald eða sá málflutningur, að ekki syndgi annar hvor aðilinn gegn þessu boðorði, og þótt þeir fái því ekki við komið, hafa þeir þó tilgang- inn og viljann til óréttar. Þeir vildu gjarna, að góður málstaður náungans yrði undir og illur málstaður sjálfra þeirra ofan á. Einkum á þessi synd sér stað, þegar andstœðingurinn er mikill maður eða persónulegur óvinur. Þv! að menn vilja hefna sín með því á ó- vininum, en hinn mikla mann vill eng- inn egna gegn sér. Þá hefst smjaðrið kjassmálin eða að minnsta kosti þögn um sannleikann. Þá vill enginn mœta ónáð og óhylli, tjóni og hœttu vegna sannleikans, og því verður boðorð Guðs að lúta í láginni. Þetta er sú list, sem nœr allur heimurinn lýtur. Vildi einhver hafa gát á þessu, fengi hann fullar hendur góðra verka, sem unnin eru með tungunni einni. Auk þess eru margir, sem láta þagga niður í sér með gjöfum og gáfum og hrekja sig frá sannleikanum. Það er því göfugt, stórt og sjaldgœft verk að vera ekki Ijúgvottur gegn náunga sín- um. Enn fremur er enn einn vitnisburður um sannleikann, sem er enn meiri, þegar vér verðum að berjast með hon- um gegn illum öndum. Hann rís ekki vegna tímanlegra hluta, heldur vegna fagnaðarerindis og sannleika trúar- innar. Því að hann hefur illi andinn aldrei getað þolað, og hagar hann þv jafnan svo, að mestu menn þjóðarinn- ar séu gegn honum og verði að of- sœkja hann. En þeim er erfitt að veita viðnám. Um það stendur ! Sálmi 82: „Leysið hinn snauða undan valdi hins rangláta og styðjið hinn yfirgefna til að halda réttum málstað sinum." Nu er þessi ofsókn að visu orðin sjaldgcef/ en það er sök hinna andlegu forystu- manna, sem ekki vekja upp fagnaðar- erindið, heldur láta það farast. Hafa þeir vikið til hliðar þeim málstað, sem slíkan vitnisburð hefði átt að vekja oQ slíka ofsókn. Þess ! stað kenna þe'r oss sín eigin lög og það, sem þeim þóknast. Fyrir þv! heldur djöfullinn kyrru fyrir, af því að hann hefur vikið til hliðar trúnni á Krist með þvi að víkja burt fagnaðarerindinu og allt fer þv! eins og hann vill. En œtti að vekja upp fagnaðarerindið og það að heyr' ast aftur, risi vafalaust allur heimLir' inn upp til hreyfings. Flestir konunð' ar, furstar, biskupar, doktorar, and- legar stéttar menn og flest það, sem mikils er metið, snerist gegn honum °9 fœri að œða, eins og alltaf hefurátt ser stað, þar sem orð Guðs hefur komið 1 dagsljósið. Því að heimurinn fœr ekk' þolað það, sem kemur frá Guði. Þa sýndi sig á Kristi. Hann var það mest^' dýrmœtasta og bezta, sem Guð a■ Samt hefur heimurinn e kki aðems hafnað honum, heldur ofsótt hann meir en allt, sem frá Guði er kom' Því eru þeir fáir á öllum tímum e'ps og á hans timum, sem styðja scmn leikann og hœtta til og fórna l!kama og lifi, eignum og mannorði og 0 sem þeir eiga, eins og Kristur sagt fyrir: ,,Þér munuð verða öHa' hefur hatað'r 274

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.