Kirkjuritið - 01.12.1973, Blaðsíða 15
Enginn sá, er ekki vill aðeins heita
kristinn, heldur elska og tilbiðja hann,
sem dó fyrir vora skuld, í anda og
sannleika, mun þó geta neitað því, að
boð þetta er bundið fyrstu skyldum
sannkristins manns. Miklu fremur
bljóta allir að líta á það sem náð að
geta stuðlað að frelsun dýrkeyptra
sálna.
Ég gerist svo djarfur að hvetja alla
landa mína, sem elska Guð og Drott-
in vorn Jesúm Krist, til þess að styðja
mál Drottins á jörðu með bœn og gjöf-
um.”
Cappelen setti á fót bókaútgáfu í
bioregi og munu áhrif hans hafa orð-
'ð allnokkur, en ótalinn er þó sá mað-
ur< sem harðast barðist um þœr mund-
'? bl þess að vekja áhuga Norðmanna
ð kristniboði. Holm hét hann og var
dansk-þýzkur að uppruna, fjölgáfað-
Ur °g fjölmenntaður maður. Hann
Ve|tti forstöðu Brœðrasöfnuðinum í
j^dstianiu um skeið, og hóf þá útgáfu
Joðs um kristniboð. Kom það fyrst
ut 1827. Var því gefið heitið „Missi-
?nsblad”, en síðar var nafninu breytt
' /.Norsk Missionsblad." Áhrif þess
aðs urðu feiknamikil og þá ekki
meðal Haugesinna. Jafnframt
a ði Holm bein áhrif á annan þeirra
Veggja manna, sem taldir eru for-
9°ngumenn um stofnun Hins norska
r'stnibo5sfélags. Det Norske
'sionsselskap heitir það á
norsku.
Ötull
Prestur og kvenfélag
Kiel|l<'emUr ^ s°gu Gabriel Kirsebom
and. Hann var af kunnri kaup-
mannsœtt í Stavangri. Faðir hans varð
þó fátœkur maður. Engu að síður var
Gabriel Kielland settur til mennta,
fyrst í Danmörku og síðar í Kristianiu.
Snemma hafði hann þótt alvörugefinn,
trúhneigður og námshestur hinn mesti.
Liðlega hálfþrítugur stúdent kynnist
hann ritum Brœðrasafnaðarins og
vekja þau hjá honum sterka syndar-
vitund. Verður Holm honum þá til
hjálpar og öðlast hann trú á endur-
lausn Krists. Hann gengur í Brœðra-
söfnuðinn, en ári síðar gerist hann
sóknarprestur í heldur rýru og fá-
mennu kalli í nánd við Stavangur.
Á honum sjálfum brennur eldur, en
honum þykir söfnuðurinn að mestu
andlega dauður. Hann reynir að pred-
ika orð krossins hreint og ómengað.
Ýmsir firtast við, en fáeinir taka og
að hlusta. Hann er ötull og heldur
einnig samkomur á heimili sínu. Og
þar kemur, að hinir sofandi taka að
vakna. Ekki er þó öllum gefið um slík-
an árangur af starfi prests. Biskup rís
gegn honum og bannar honum sam-
komuhöld að viðlagðri kœru til stjórn-
valda eða stefnu fyrir prófastarétt.
Er Kielland þá tilneyddur að láta und-
an síga um sinn, en tekur upp fyrri
hœtti, jafnskjótt og biskupaskipti
verða.
Það fylgdi predikun Kiellands, að
sóknarbörn hans fóru að gefa fjár-
muni til kristniboðs. Sendi hann þœr
gjafir til kristniboðsfélaga erlendis.
Árið 182ó voru stofnuð eins konar
samtök í Stafangri um kristniboð, og
var Kielland meðal þeirra, er þar unnu
að. Kona hans, Gustava Kielland,
stofnaði svo hið fyrsta kristniboðsfé-
lag kvenna árið 1840. Bauð 'hún til
301