Kirkjuritið - 01.12.1973, Blaðsíða 31
smœlingjar í móðurkviði skuli falla i
dauðans greipar með ráðum og vilja
manna. Samt eiga ekki allir slíkir að
falla, heldur þeir, sem ekki eru vel-
komnir í samfélag foreldra og þó
einkum móður sinnar (skv. greinar-
9erð með frumvarpinu). Þetta á að
nefnast röksemdarfcersla. Er þetta
ekki fremur geðþótti, þegar miðað er
við óvelkomin börn? Er það í raun-
inni mögulegt, að gert sé ráð fyrir því,
að svo margar fóstureyðingar hinna
óvelkomnu verði framkvœmdar á ís-
landi, að þœr leysi fólksfjölgunar-
vanda i veröldinni og stuðli að þvi að
ójarga heiminum, einnig þeim mörgu,
sem nú þjást af nceringarskorti. Ekki
er vitað til að neinar sérstakar björg-
anarráðstafanir hafi verið gerðar hér-
'endis, nema með þeim, sem virða
nnannslif mikils og sýna kristna mann-
óð svo sem þeir, er leggja Hjálpar-
stofnun kirkjunnar lið og Rauða kross-
jnum. Þessi samtök hafa gert það, sem
jþeirra valdi hefir staðið til þess að
n|álpa nauðlíðandi mönnum hvar-
vetna i heiminum.
ÓverSugt líf _ Réttur til lífs —
' tengslum við málafœrslu sína nefndi
aðherrann óverðugt líf annarra en
essara smœlingja, sem óvelkomnir
Vnnu a6 reynast og þvi réttlausir til
',s' ^ann nefndi lif þeirra, sem lcekna-
j 's'ndin hefðu varið óhemju fjármagni
°9 enn meiri snilli til að halda svo-
uðu lífi í fólki, sem vœri í raun og
Q^ru dáið. Þetta nefndi hann ekkert
nnað en grimd og mannúðarleysi.
Hér er þá raunar annað mál á ferð-
inni, sem kristnir menn hljóta að taka
afstöðu til. Hvert er grundvallarsjón-
armið kristins manns um rétt til lifs?
Hvernig horfir hann við þjáningum
dauðvona manna? Svarið við þessu,
að kristnum skilningi er það, að öllu
lífj skal viðhalda svo lengi sem unnt
er og lina þjáningar eftir kunnáttu og
getu. Annað sjónarmið er ekki hœgt
að verja út frá helgi mannlegs lífs.
Þetta sjónarmið hafa lœknavísindin
viðurkennt og starfað eftir fram á
þennan dag. Sé þessu breytt erum við
komin í spor nazista, sem ekki báru
virðingu fyrir lífi gamalmenna, ör-
yrkja, vangefinna né geðsjúkra og létu
llfdögum þeirra lokið, ef þeim bauð
svo við að horfa.
Um þetta efni, réttinn til lífs, sem
rceddur hefir verið á Alþingi og verð-
ur rœddur enn, eru kristnir menn sam-
mála. Þeir fordœma slíka þjónustu við
dauðann og dutlunga manna sem
frumvarpið gerir ráð fyrir. A kristna
menn geta ekki bitið orð um siðgœð-
ishroka, sem þessi ráðherra lét sér um
munn fara, þegar hann rœddi um mót-
mceli presta og lœkna. Nú eru það
ekki eingöngu þingmenn kommun-
ista, sem hafa tjáð sig samþykka
meginefni frumvarpsins um fóstureyð-
ingar. Þar hafa og tjáð sig þingmenn
úr öðrum flokkum og tekið afstöðu
með dauðanum. Kristnir menn eiga
að minnast þess við kjörborðið, hverjir
þeir þingmenn eru, sem samþykkja
þetta frumvarp og forðast að veita
þeim brautargengi, hvar í flokki, sem
þeir standa, er traðka svo á Guðs gjof,
sem mannlegt líf er. Lífið er Guðs gjof
317